Mikill mannfjöldi fagnaði Trump þegar hann gekk inn á leikvanginn

frettinErlent, Gústaf Skúlason, Stjórnmál1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Áhorfendur í Suður-Karólínu fögnuðu Trump forseta á laugardaginn þegar hann gekk inn á Williams-Brice leikvanginn aðeins nokkrum mínútum fyrir upphaf leiksins. Henry McMaster ríkisstjóri og aðstoðarríkisstjórinn Evette hittu Trump forseta á leik keppinautanna Clemson og Suður-Karólínu.

Fólkið í Palmetto State fagnaði 45. Bandaríkjaforseta innilega. Eftir komuna gengu Trump forseti og Henry McMaster, ríkisstjóri Suður-Karólínu, inn á völlinn til að kasta mynt. Fagnaðarhrópum áhorfenda ætlaði aldrei að linna eins og sjá má og heyra á meðfylgjandi myndskeiðum.

Trump gengur inn á leikvanginn í fylgd með ríkisstjóra Suður-Karólínu, Henry McMaster (skjáskot X).

Fagnaðarlætin má sjá hér neðar:

One Comment on “Mikill mannfjöldi fagnaði Trump þegar hann gekk inn á leikvanginn”

Skildu eftir skilaboð