Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Víða í Bretlandi eru kennarar hræddir við múslímska nemendur sína.
Þetta kemur fram í rannsókn sem um 1000 kennarar tóku þátt í. Um 16% af kennurunum segja að þeir hafi sjálfir sett sér mörk af hræðslu við að móðga múslímska nemendur út frá trúarlegum kenningum þeirra. Rannsóknina gerði ,,Tænketanken policy exchange“ en er til umfjöllunar víðar, m.a. hér.
Þetta er eitthvað sem kennarar segja ekki frá því þeir eru hræddir. Ekki að ástæðulausu. Það getur verið hættulegt fyrir kennara að segja eitthvað sem kemur við múslímska nemendur og foreldra þeirra.
Frakkland
Franski kennarinn Samuel Paty sýndi teikningar af Múhameð spámanni. Það olli miklum mótmælum meðal múslímskra foreldra á samfélagsmiðlum. Kennarinn var skorinn á háls úti á götu og drepinn. Nokkrir unglingar eru ásakaðir vegna aðildar á morðinu, segir í frétt Aftonposten. Unglingarnir bentu á Samuel gegn peningagreiðslu.
Atburðurinn varð til þess að margir kennarar í Evrópu segja ekki það sem þeir annars vildu sagt hafa í kennslu.
Í Bretlandi má finna dæmi.
Kennara vikið úr starfi eftir kröfu reiðra múslíma
Kennarar í bænum Batley í Mið-Englandi hafa ritskoðað eigin kennslu vegna ofbeldisfullrar atburðarásar í skólanum. Innflytjendur sem eru ekki vestrænir múslímar ráða þar ríkjum eða hafa afgerandi áhrif.
Sem hluti af trúarbragðafræðslu hafði kennari við skólann sýnt skopmyndir af Múhameð spámanni úr franska ádeilutímaritinu Charlie Hebdo. Þetta varð kennaranum dýrkeypt. Múslímskir foreldrar beindu reiði sinni gagnvart kennaranum og í forsvari var reiður íslamskur fræðimaður. Stjórnendur skólans lögðust flatir fyrir foreldrahópnum, báðust afsökunar og kennaranum vikið frá störfum. Tveimur árum síðar er hann enn í felum.
Meira en helmingur kennara segjast aldrei nota mynd af Múhameð spámanni í kennslu, ekki einu sinni í kennslu um íslamska list eða siðfræði. Um 9% kennarar nefndu dæmið frá Batley sem ástæðuna fyrir varkárni þeirra.
Yfir helmingur aðspurðra kennarar eru hræddir við uppþot í eigin skóla líkt og gerðist í Batley ef þeir nota trúarlegar myndir í kennslu.
Þetta var fyrirséð
Það er verið að grafa undan frelsisgildum Evrópu með fjandsamlegri menningu múslíma-alræðisins.
En hverju reiknuðu menn með?
Múslímum var gert kleift að fjölga sér í hinum vestræna heimi á nokkrum áratugum.
Að mestu leyti voru samfélögin ekki samþætt heldur bjuggu múslímar til hliðstæð samfélög þar sem íslömsk hegðun, hugmyndafræði og skilningur á samfélaginu varð sífellt sterkari. Hluti hugmyndafræðinnar er að hefta málfrelsi og vestræn gildi almennt.
Hluti af þessari íslömsku hugmyndafræði er að hefta málfrelsi og vestræn gildi um frelsi almennt. Við upplifum þetta í ört vaxandi mæli – ekki aðeins í menntageiranum heldur í samfélaginu öllu. Lítum bara á afleiðingar stríðsins milli Ísraels og Hamas.
Margir vöruðu við þessari þróun. Því var spáð með 100% vissu að þetta myndi gerast. Stjórnmálamenn hlustuðu ekki og leyfðu þessu að gerast- með hræðilegum afleiðingum.