Palestínumenn óvinsælir í arabaríkjum

frettinErlent, Gústaf Skúlason1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Vegna stríðsins milli Ísraels og Hamas hefur meira en milljón manna sem bjuggu á palestínsku svæðunum flúið í burtu. Engin arabalönd hafa opnað dyr sínar fyrir þessum flóttamönnum. Það er Hamas sem er aðalvandamálið.

Leiðtogafundur forystumanna frá meira en 50 araba- og múslímaríkjum sem haldinn var nýlega í Sádi-Arabíu fordæmdi hernaðarviðbrögð Ísraela á Gaza eftir fjöldamorð Hamas 7. október. Lokayfirlýsingin nefndi enga tafarlausa lausn fyrir þá 2,3 milljónir almennra borgara sem búa á palestínsku svæðunum en meira en helmingur þeirra er á vergangi innanlands núna eftir nærri sex vikna bardaga.

Arabaríkin sundruð í afstöðu til Palestínu

Í lokaályktuninni var hvatt til þess, að „hrottalegum yfirgangi Ísraela gegn Gaza“ verði hætt tafarlaust og að Palestínumönnum verði boðið upp á mannúðar- og fjárhagsaðstoð. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna eru um 1,5 milljónir óbreyttra borgarar á vergangi innanlands en ekkert landanna á ráðstefnunni kom með neina varanlega eða tímbabundna lausn fyrir flóttafólkið.

Margir spyrja, hvernig stendur á því að arabísk nágrannalönd sem hafa áður veitt óbreyttum borgurum tímabundið skjól frá öðrum svæðisbundnum átökum, virðast treg til að ræða viðtökur frá Gaza. Ahed Al-Hindi hjá Miðstöð friðarsamskipta segir í viðtali við Fox News:

„Arabaríkin hafa í gegnum tíðina verið sundruð í afstöðunni til palestínsku þjóðarinnar og margra annarra mikilvægra málefna. Þrátt fyrir að þessi ríki sýni samstöðu með palestínsku þjóðinni, hafa þau mismunandi skoðanir á skilvirkustu nálguninni.”

Gremja Hamas

Al-Hindi segir, að meginástæðan fyrir því að jafnvel hófsömu ríkin, sem flest eiga í diplómatískum samskiptum við Ísrael, hafi ekki gert raunhæfar ráðstafanir til að aðstoða almenna borgara á Gaza sé vegna óbeitar þeirra á hryðjuverkasamtökunum Hamas og markmiðum þeirra.

„Þess vegna hafa mörg arabaríki áhyggjur af því, að aðstoð við íbúa Gaza gæti óvart gagnast Hamas í ljósi þess, að hryðjuverkasamtökin hafa stjórnað Gaza í næstum heila kynslóð. Hamas er tengslanet múslímska bræðralagsins og múslímska bræðralagið er á móti hverjum einasta arabíska konungi. Þetta hefur í för með sér verulega innri áhættu fyrir fyrrnefnd ríki.”

Egyptar segja nei

Nýlega hafnaði Mostafa Madbouly, forsætisráðherra Egyptalands, ákalli um að Palestínumenn á flótta yrðu búsettir í Sínaí-eyðimörkinni. Madbouly sagði, að þjóð hans myndi vernda land sitt og fullveldi hvað sem það kostaði. Hann sagði einnig í nýlegri ræðu að tveggja ríkja lausn milli Ísraela og Palestínumanna væri eina heildarályktunin sem myndi tryggja svæðisbundinn frið.”

„Við erum tilbúin að fórna milljónum mannslífa til að vernda landsvæði okkar fyrir öllum ágangi.”

One Comment on “Palestínumenn óvinsælir í arabaríkjum”

  1. Hvers vegna ættu arabaríkin að vilja taka á sig risavandamál sem Ísrelar hafa búið til? Það er nú stóra málið. Hluti palestínsku þjóðarinnar hefur búið í flóttamannabúðum í Líbanon í 75 ár. Auðvitað eiga Palestínumenn að búa í sínu eigin landi en ekki í flóttamannabúðum í öðrum löndum.

Skildu eftir skilaboð