70 þúsund manns koma saman á loftslagsráðstefnu SÞ

frettinErlent, Jón Magnússon, Loftslagsmál1 Comment

Jón Magnússon skrifar:

Þann 30. nóvember n.k. munu 70 þúsund manns koma saman á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna(SÞ) C0P 28 í olíuríkinu Dubai. Skattgreiðendur borga fyrir þessa 70 þúsund lúxusferðamenn. 

Hvað eru annars 70 þúsund manns að gera á loftslagsráðstefnu í Dubai? Þó að ráðstefnan eigi að standa til 12. desember n.k. þá er ljóst að fáir ráðstefnugesta munu koma nokkru að eða hafa nokkuð að gera annað en að sýna sig og sjá aðra og fá sér gott að borða og drekka á kostnað annarra. Já og skilja eftir sig stórfellt kolefnisspor.

70 þúsund fulltrúar eru, álíka margir og allir íbúar Hafnafjarðar og Kópavogs.

Á ráðstefnunni verður ekki fjallað um hvað spár fyrri loftslags ráðstefna hafa reynst rangar. Að skoða hluti í ljósi sögu og reynslu er bannað þegar trúarbrögð eins og þessi eiga í hlut. 

Framkvæmdastjóri SÞ Guterres auglýsir nú sem aldrei fyrr hamfarahlýnunina, sem að hans mati er að drepa allt kvikt á jörðinni. Þær spár hans eru jafn glórulausar og þær sem hann setti fram ásamt Grétu Túnberg á sínum tíma eða þá spár hans frá 13. júní 2019, þar sem hann lét taka myndir af sér  jakkafataklæddum í vatni upp á læri við strönd eyríkisins Túvalú og sagði að eyjan væri að fara í kaf. Staðreyndin er hinsvegar, að land á Túvalú er nú 2.9% stærra. 

En það skiptir engu máli fyrir sanntrúaða hvað bent er á margar og miklar missagnir hjá Guterres og SÞ., hann er að þjóna hagsmunum loftslagstrúboðsins og ofurauðkýfingar heims láta sér vel líka um leið og þeir geta komið og ráðslagast um sölu og kaup á loftslagskvótum og öðru slíku fíneríi svo þeir geti grætt sem mest á meðan skattpínd alþýða í Evrópu og neytendur þurfa að greiða meira og meira vegna vitlausustu stjórnmálastéttar, sem nokkru sinni verið við völd  í Evrópu og er þá langt til jafnað. 

Er ekki kominn tími til að þetta trúarsamfélag haldi sína fundi á eigin kostnað og láti venjulegt fólk í friði. 

En hvað skyldu nú fulltrúar Íslands verða margir á þessari trúarsamkomu og skyldi allt ráðherralið sértrúarsöfnuðarins í VG mæta ásamt drjúgum hluta þingflokksins. Það væri þá eftir öllu og allt á kostnað skattgreiðenda.

Já og ekki má gleyma Gulla umhverfis, sem lét vinna rándýra skýrslu um loftslagsþolið Íslands, um þá vá sem að landi við heimskautsbaug í norðri stafar af hnattrænni hlýnun. Sér var nú hver sköpin og væntanlega fær hann að tala í 3 mínútur á trúarsamkomunni vegna þessa merka framlags.  

One Comment on “70 þúsund manns koma saman á loftslagsráðstefnu SÞ”

  1. Michael Shellenberger ræðir hvernig umhverfismálaumfjöllun fjölmiðla einnkennist af „hamfaraklámi“ – og „góðar fréttir eru engar fréttir.“ Hann er höfundur bókarinnar „San Fransicko – Why Progressives Ruin Cities“) og stofnaði Environmental Progress árið 2015. https://youtu.be/6Uu5CgGY_Js?si=XWDskIYKJ3N9fgTT – A Pro-Human Environmental Policy
    https://youtu.be/JB5T70Q9pYY?si=CEpK-bKSdsUu8Fz0 – How Progressives Threaten Cities
    His bio and recent writings can be found at http://www.environmentalprogress.org

Skildu eftir skilaboð