Spenna í Frakklandi eftir kynþáttaódæði – 16 ára drengur myrtur og 17 særðir

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Hörð viðbrögð hafa orðið við kynþáttaódæði, þar sem næstum tveir tugir hvítra voru stungnir með hnífum og einn þeirra myrtur á hátíð í franska bænum Crépol. Mótmælt var víða og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu.

Fyrir rúmri viku síðan söfnuðust um 400 manns á árshátíð í bænum Crépol í Frakklandi. Utanaðkomandi hópur mætti á staðinn í þeim yfirlýsta tilgangi að stinga hvíta með hnífum. Réðust þeir á hátíðargestina, myrtu 16 ára dreng og særðu 17 til viðbótar. Josette Place hjá bæjaryfirvöldum segir:

„Þetta voru ekki slagsmál, þetta var árás. Ódæðismennirnir komu vopnaðir hnífum og steypukubbum með það í huga að drepa.”

Kynþáttahatur gegn hvítum

Hnífaárásin og morðið var að sögn framið af unglingum frá Alsír. Hefur árásin vakið sterkar tilfinningar í Frakklandi og lýsa margir stjórnmálamenn árásinni sem kynþáttahatri gegn hvítum. Mótmæli komu í kjölfarið og kom til átaka milli mótmælenda og lögreglunnar. Olivier Veran, fulltrúi Emmanuel Macron Frakklandsforseta heimsótti Crépol samtímis og stjórnvöld skora á fólk að taka ekki lögin í eigin hendur. Varað er við því, að morðið gæti verið „afgerandi“ fyrir Frakkland vegna allra tilfinninga sem það hefur rifið upp. Mótmælunum hefur verið lýst sem öfgahægri.

Skildu eftir skilaboð