Björn Leví kennir dyravörðum um dólgshátt Arndísar ölvuðu

frettinInnlent, Páll VilhjálmssonLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Pírataþingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson ásakaði dyraverði skemmtistaðar um harkalega og niðurlægjandi meðferð á þingmannsins Arndísi Önnu K. er leiddi til afskipta lögreglu. Arndís Anna K. var handtekin aðfaranótt laugardags á skemmtistaðnum Kíkí.

Í fyrstu yfirlýsingu Arndísar Önnu K. um málið segir:

Ég hef skilning á því að starf dyravarða á skemmtistöðum sé erfitt og ekki síst með fullt hús af fólki í misjöfnu ástandi, þó mín upplifun hafi verið sú að þarna hafi framganga þeirra verið óþarflega harkaleg og niðurlægjandi. Ég hef talað við fyrirsvarsmann staðarins sem bað mig afsökunar fyrir þeirra hönd, sem mér þykir afar vænt um.

Björn Leví tók undir ásakanir Arndísar Önnu K. og kenndi dyravörðum um að klósettdvöl á skemmtistað endaði með lögregluafskiptum og handtöku.

Fyrstu viðbrögð Arndísar Önnu K. reyndust lygar þegar nánar var að gáð. Næstu viðbrögð voru einnig lygi. Þar sagðist klósettþingmaðurinn ekkert hafa gert neitt af sér, annað en að dveljast á salerninu og það kæmi almenningi ekki við.

Í þriðju atrennu tók að glitta í sannindi hjá Arndísi Önnu K. Þingmaðurinn viðurkenndi að hafa verið ofurölvi og með dólgshátt. ,,Ég streittist á móti og var dónaleg," sagði klósettfarinn og baðst afsökunar.

Í fyrstu útgáfunni sagðist Arndís Anna K. hafa verið beðin afsökunar á framferði dyravarða en í þriðju útgáfu er það hún sem biðst afsökunar - en þó ekki dyraverðina sérstaklega. Afsökunin í þriðju útgáfunni er almenn.

Björn Leví lætur þau orð sín enn standa að dyraverðir á Kíkí hafi gengið harkalega fram og niðurlægt samflokksmann sinn. Hvorki Björn Leví, varaþingflokksformaður Pírata, né Þórhildur Sunna þingflokksformaður, svara fyrirspurnum fjölmiðla. (RÚV reynir að vísu ekki að fylgja málinu eftir; skylt er skeggið hökunni).

Í tilfallandi bloggi er vakin athygli á að Píratar beri ábyrgð þingmennsku Arndísar Önnu K. Hún ber ábyrgð á eigin gjörðum en þingflokkur Pírata ábyrgist pólitíska stöðu klósettþingmannsins.

Ekki er ábyrgðin rismikil þegar bæði þingflokksformaður né varaþingflokksformaður leggja á flótta frá spurningum fjölmiðla. Má ekki búast við yfirlýsingu frá Sigríði Dögg Auðunsdóttur formanni Blaðamannafélags Íslands, og fréttamanni RÚV, um að fólk í valdastöðu eigi ekki að komast upp með að senda frá sér fréttatilkynnar í stað þess að svara spurningum fjölmiðla?

Skildu eftir skilaboð