Gústaf Skúlason skrifar:
Finnsk stjórnvöld hafa ákveðið að loka síðustu landamærastöðinni við Rússland. Finnar saka Rússa um að hafa sent hælisleitendur yfir landamærin.
Ákvörðunin um að loka landamærunum var tekin á aukafundi ríkisstjórnarinnar síðdegis á þriðjudag. Þýðir ákvörðunin, að landamærin verða óaðgengileg fyrir allar tegundir umferðar nema vöruflutninga. Gildir lokunin til að byrja með fram til 13. desember.
Bakgrunnur málsins er fjölgun hælisleitenda á landamærastöðvum við Rússland á undanförnum vikum. Finns yfirvöld telja að um „árás” sé að ræða af hálfu Rússlands. Finnska ríkisstjórn skrifar í fréttatilkynningu:
“Það eru skýr merki þess, að um er að ræða stýrðan fólksinflutning. Rússnesk yfirvöld eru farin að leyfa fólksflutninga frá Rússlandi til Finnlands jafnvel fyrir fólk sem skortir nauðsynleg skjöl. Að fólk kemur ólöglega til landsins getur því fljótlega aukist til muna og mun hraðari en áður.”
Í nóvember komu yfir 600 hælisleitendur til Finnlands gegnum austurlandamærin. ESB hefur sent landamæraverði til að aðstoða Finnland.
Finland to close border with Russia over migrant crossings https://t.co/szkWLlhNq7
— BBC News (World) (@BBCWorld) November 28, 2023