Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Þegar nemendur saka kennara um ofbeldi eða að fara yfir mörk einstaklings upplifa dönsku kennarasamtökin að stjórnendur sendi kennara í leyfi, eða beita öðrum úrræðum til að losna við þá, án þess að rannsaka málið til hlítar.
Sama sagan er hér á landi, nema þögn Kennarasambands Íslands um málin er skerandi. Vitað er um nokkra kennara sem hafa lent í þessari stöðu sem fjallað er um. Stjórnendur hér á landi bregðast við á sama hátt og stjórnendur í Danaveldi. Kennarar sitja eftir andlega niðurbrotnir og jafnvel án vinnu. Stjórnendur bregðast kennurum.
Að félög stjórnenda og grunnskólakennara séu innan sömu regnhlífasamtaka hér á landi er frekar óheppilegt, vægast sagt óviðunandi. Hagsmunaárekstrar í sumum tilfellum. Sömu lögfræðingar vinna fyrir félögin, sami formaður á að gæta hagsmuna beggja o.s.frv. Kannski hefur KÍ tamið sér orð núverandi formanns í mörg ár án vitneskju lýðsins, þegja frekar en segja. Þannig má tryggja þöggun meðal kennara.
Skólastjórnendur og sveitarfélög ganga harðar fram en áður og grípa til tafarlausrar brottvísunar, eða annarra viðurlaga þegar kennarar eru sakaðir um ofbeldi gagnvart nemendum segir í þessari grein. Þetta er reynsla Danska Kennarasambandsins (DLF), sem hefur áhyggjur af þróuninni.
Lögfræðingur danska kennarasambandsins Camilla Bengtson sér tilvikunum fjölga þar sem hún telur að sveitarfélögin hafi ekki rannsakað mál nógu ítarlega og þau fylgi ekki hinni opinberu meginreglu áður en til brottvísunar kemur.
Skólastjórnandi getur rekið kennara ef kennari vanrækir starf sitt verulega. Brottrekstur er alvarlegasta viðbragð sem vinnuveitandi notar. Brottvísun þýðir að það er engin uppsagnarfrestur, því kennarinn fær ekki laun, frá þeim degi sem brottrekstur á sér stað. ,,Við sjáum fum atvinnurekenda þegar kvartað er undan kennurum. Þá treysta þeir eingöngu á orð barnanna um að ásakanirnar séu sannar. Þróunin hefur verið að sveitarfélögin stoppað ekki til að rannsakað málið," segir Camilla Bengtson.
Lögfræðingurinn vann mál fyrir hönd félagsmanns í gerðardómi þar sem sveitarfélagið þurfti að greiða laun og bætur vegna óréttmætrar uppsagnar, 560 þúsund danskar krónur. Dómari telur að bank í bakið, að toga í tagl og leggja hönd á höfuð nemenda sé ekki næg ástaða fyrir brottvísun. Því miður er málið ekki einsdæmi segir Camilla.
Það er mikilvægt að vernda nemendur fyrir að kennarar fari ekki yfir mörkin en vinnuveitendur gleyma að þeir hafa skyldum að gegna til að veita upplýsingar. Þeir hafa það sérstaklega í svona málum eins og þessum segir Camilla. Auk þess bendir hún á að sveitarfélög hlusti ekki á samstarfsmenn sína eða útskýringar kennara né heldur hvernig ásökunin er til komin áður en brottrekstri er beitt.
Kennarasambandið upplifir að ákefð skólastjórnenda til að tryggja öryggi nemenda gangi á rétt kennara. Sveitarfélög og skólastjórnendur gleyma einfaldlega kröfunni um að stjórnendum ber sérstök skylda til að rannsaka mál þegar það kemur upp. Það með talið útskýringar kennara áður en ákvörðun er tekin segi Camilla.
Lágmarkið er að málið sé að fullu rannsakað áður en svo ströngum viðurlögum er beitt. Skortur á verklagsreglum er því miður að finna í mörgum skólum að mati lögfræðingsins. Þú veist sem stjórnandi ekki hvað þú átt að gera og þá koma sjálfvirku viðbrögðin.
Skólastjórar: Kærur til rannsóknar
Varaformaður Félags skólastjórnenda, Dorte Andreas, telur ekki að sjálfvirk viðbrögð skólastjórnenda ógni lagalegum rétti kennara. Mín skoðun er að skólastjóri grípi ekki til aðgerða án rannsóknar á máli. Sem stjórnendur getum við ekki bara sagt fólki upp án þess að hafa rannsakað mál og fá mannauðsdeild sveitarfélagsins til liðs við okkur. En hún skilur að stjórnendur bregðist hratt við.
Ef það eru alvarlegar ásakanir verður þú að bregðast hratt við segir Dorte. Þú þarft ekki að segja kennaranum upp en þú verður að taka því alvarlega sem fram hefur komið, bæði nemandans og kennarans vegna. Dorte bendir á að Félag skólastjórnenda hafi öðlast reynslu og sveitarfélögin eru meðvitaðri um nauðsyn þess að bregðast skjótt við þegar kennari er sakaður um ofbeldi eða brotlega hegðun.
Við sjáum minna umburðarlyndi. Við höfum sé brottrekstur stjórnenda fyrir að koma ekki vel fram við kennara, jafnvel í gömlum málum, en þetta er tilfellið þar sem um móðgandi hegðun er að ræða. Dómur hefur fallið í nokkrum málið sem sýnir að umburðarlyndið er minna.
Fleiri kennarar kærðir
Brottvísunarmálin er bara toppurinn á þróuninni þar sem kennarar lenda í vanda þegar nemendur saka þá um brot hegðun. Danska kennarasambandið hefur haldið skrá yfir félagsmenn sína frá 2020 sem hafa verið sakaðir um ofbeldi, hótanir, ólögmætri valdbeitingu, móðgandi orðbragði eða kynferðisbrotum gagnvart nemendum.
Fyrsta árið voru skráningarnar tíu þar sem ásökunin var ofbeldi. Árið eftir voru þær þrettán. Árið 2023 þegar þessi grein er skrifuð voru átján skráningar fram í júní mánuð. Ráðgjafinn Lars Lidsmoes tekur við fyrirspurnum frá kennurum um slík mál og hann segir aukninguna mikla. Fyrirspurnir hafa fjórfaldast árið 2022. Það er mikið. Lars segir því fylgja mikil skömm að vera sakaður um ofbeldi. Þeir sem hringja þurfa aðstoð til að takast á við álagið að vera sakaður um eitthvað sem maður hefur ekki gert. Kennarar vilja leiðbeiningar um hvernig eigi að halda áfram að kenna nemendum sem hafa sett fram ásakanir og hvernig samræður við þá eigi að vera. Svo spyrja kennarar hvernig samskipti við stjórnendur eigi að vera segir Lars í lok greinarinnar.
Ísland sker sig ekki úr
Þau mál sem upp hafa komið hér á landi og bloggari þekkir til hafa sýnt að skólastjórnendur og sveitarfélögin sem vinnuveitandi bregðast kennurum í varnarlausum aðstæðum. Sama má segja um Félag grunnskólakennara. Félagið tók ekki utan um félagsmenn sína í þessum aðstæðum, segja mér kennarar sem hafa lent í svona aðstæðum. KÍ var heldur ekki til staðar fyrir þá. Á Íslandi er málaflokkurinn ekki frábrugðin frá hinum Norðurlöndunum, við erum á sömu leið.
Á síðasta þingi KÍ var ákveðið að veita fjármagni í rannsókn á ofbeldi sem kennarar hafa orðið fyrir. Að mér vitandi hefur Kennarasambandið ekki hafist handa við umrædda rannsókn en það endurspeglar sennilega viðhorfið til málaflokksins. Menn vilja kannski ekki fá þetta upp á borðið, því þá þarf að tala um það. Heita kartaflan í sambandinu.
Höfundur er kennari.