Virtur vísindamaður fullyrðir að geimverur séu til og búnar að vera hér í langan tíma

frettinInnlendarLeave a Comment

Garry Nolan prófessor, er einn af merkilegustu hugsuðum veraldarinnar, hér neðar er að finna viðtal við hann sem var tekið upp árið 2022. Vísindamaðurinn Ross Coulthart tók viðtalið við Nolan og segir hann frá því að þegar þú hittir prófessorinn, „þá veistu að þú ert í návist merkilegs manns með ótrúlega greind.“

Nolan er prófessor í ónæmisfræði við Stanford háskóla og tilnefndur til Nóbelsverðlauna. Hann er einn virtasti ónæmisfræðingur á jörðinni og er afar vel metinn. Nolan hefur síðan orðið formaður Sol Foundation - nýrrar stofnunar sem sett var á fót til að berjast fyrir vísindalegri rannsókn á UAP.

Prófessorinn er með fjölmörg einkaleyfi, gríðarlega mikið af ritgerðum sem hafa verið birtar í hans nafni, hann er með tvö fyrirtæki skráð á Nasdaq, vegna árangursríkra uppfinninga sem hann hefur fundið upp.

Nolan hefur ákveðið að tala opinberlega um þessi mál, vegna þess að hann er í raun sjálfur reynslumaður og uppgötvað að það búa fleiri verur en mannkynið í veröldinni, svokallaðar geimverur, „en spurningin er hvor kom á undan, við eða þær,“ segir prófessorinn.

„Þöggunin um frjálsa orku er margslungin og hér ræða sérfræðingar sem tala um visku sem haldið er frá almenningi og að þekkingin hefur verið til í 60 ár, er umbreytandi og hefur áhrif eins og heilagur kaleikur. Þetta snýst um þyngdarafl og þekkingu og stýringu á því sem hefur bæði áhrif á gífurlega orku söfnun og tímastjórnun og opnar fjölheiminn “the Multiverse” sem er heimur með ótal möguleikum. “

Viðalið má sjá hér:

Skildu eftir skilaboð