Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Það er áhugavert að fylgjast með þessari stúlku. Hún sagði í ræðu sem hún hélt í september, ,,ef við stöndum ekki upp fyrir okkur sjálfum gerir það enginn.“ Það var meinið, það stóð enginn upp fyrir stúlkurnar. Það er aldrei eðlilegt að karlmaður geti unnið kvennakeppni. Riley Gaines undrast eins og margir aðrir hvernig má vera að karlmanni sem dettur í hug að skilgreina sig sem konu sé hleypt inn í kvennaíþróttir. Enginn hafði heyrt um hann tveimur árum áður en hann mætti í kvennakeppnina, skiljanlega, hann keppti í karlaflokki. Þegar hún vissi upprunalega nafn hans skýrðist málið. Hann er karl, ekki kona.
Hér segir Riley frá þingnefndarfundi þar sem þingmaður kallar hana ljótum nöfnum. Þegar hún svarar fyrir sig vill þingmaðurinn láta fjarlægja ummælin. Reglurnar eru fyrir ykkur, ekki okkur er boðskapur þeirra sem líkar illa að heyra sannleikann um kynin. Sem betur fer voru ummæli hennar ekki þurrkuð út, þau standa, enda sönn.
Konur þurfa fleiri svona baráttumenn, ekki bara í íþróttum heldur víðar. Konur þurfa að standa upp fyrir réttindum kvenna og stúlkna. Konur þurfa að mótmæla ágangi karla sem vilja skilgreina sig konu í annarlegum tilgangi, því þeir eru til eins og dæmin sýna. Konur þurfa svona konu eins og Raily á þing til að berjast fyrir réttindum kvenna.
One Comment on “Hugrökk stelpa – heimurinn þarf á fleirum svona að halda”
Það er tvískilningur hér. Það er talað um að karlmenn séu að ryðjast inn á konur þegar fólk með geðræn vandamál sem kalla sig trans fara sínu fram en hvernig er hægt að segja að þetta sé karlkynið þegar aðrir hópar segja að þetta sé annað kyn en bæði þau sem eru í raun til frá upphafi mannkyns. Afhverju ráðast þessar konur ekki gegn Transfólki en ekki karlmönnum því þetta er í hugsun “góða fólksins” annað kyn en ekki karlkyn. Ráðist gegn sjálfum gerendunum transfólkinu og þeirra samtökum en ekki gegn öllum karlmönnum en kvennastéttir þora einfaldlega ekki að ráðast gegn transfólki nú sjálfu og velja að ráðast og fordæma karlmenn heilt yfir. “ Vér mótmælum allir”