Vís­bend­ing­ar um eld­gos í Grindavík rétt eftir ára­mót

frettinInnlendar1 Comment

Nýj­ustu mæl­ing­ar Veður­stofu Íslands frá því á jóla­dag, sýna að landris í Svartsengi hafði þá náð sömu hæð og mæld­ist dag­ana 11.-12. des­em­ber, eða sex til sjö dög­um áður en gos braust út þann 18. des­em­ber síðastliðinn.

Jarðvís­inda­menn­irn­ir Þor­vald­ur Þórðar­son og Bene­dikt G. Ófeigs­son,  segja báðir að þróun landriss­ins síðustu daga lík­ist þró­un­inni fyr­ir síðasta eld­gos.

Vís­bend­ing­ar eru því um að eld­gos geti brot­ist út að nýju í kring­um ára­mót.

Eldgos hugsanlegt rétt eftir áramót

Aðspurður seg­ir Þor­vald­ur að landrisið geti ým­ist endað með kviku­hlaupi, eins og varð 10. nóv­em­ber, eða gosi í lík­ingu við það sem varð fyrr í mánuðinum.

Spurður hvort hann telji lík­legra nefn­ir hann eld­gos.

„Þetta gæti orðið í fyrstu vik­unni í janú­ar,“ bæt­ir hann við.

Óvissa uppi vegna landriss­ins

Fann­ar Jónas­son bæj­ar­stjóri Grinda­vík­ur seg­ir í samtali við mbl,  ákveðna óvissu vera uppi, sér­stak­lega í ljósi landriss­ins.

„Það er gert ráð fyr­ir því að staðan verði tek­in núna á milli jóla og ný­árs og þá verður bara eft­ir at­vik­um gef­in út ný til­kynn­ing frá lög­reglu­stjór­an­um á Suður­nesj­um um fram­haldið,“ seg­ir hann.

Lög­reglu­stjór­inn til­kynnti þann 22. des­em­ber að Grind­vík­ing­ar mættu halda jól­in heima. Talið er að á aðfanga­dag hafi fólk verið í 50-60 hús­um í Grinda­vík.

Horft til norðurs með Sundhnúkagígaröðinni og yfir svart hraunið sem eirir engri fönn. Vinstra megin má sjá hvar Grindavíkurvegurinn liggur í suður í gegnum varnargarðana og fram hjá Sýlingarfelli. Stóra-Skógfell stendur fjær fyrir miðju, við hraunjaðarinn. Sundhnúk má sjá niðri til vinstri á gígaröðinni, sem varð til fyrir um 2.400 árum, en af honum dregur hún nafn sitt.

One Comment on “Vís­bend­ing­ar um eld­gos í Grindavík rétt eftir ára­mót”

Skildu eftir skilaboð