Næringarefni í nautakjöti og mjólkurvörum bæta varnir líkamans gegn krabbameini

frettinErlent, Gústaf Skúlason, Rannsókn1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Næringarefni í nautakjöti og mjólkurvörum bæta ónæmissvörun við krabbameini. Vísindamenn við Chicago háskóla hafa uppgötvað, að trans-vaccensýra (TVA), fitusýra sem finnst í nautakjöti, lambakjöti og mjólkurafurðum, bætir getu ónæmisfruma mannslíkamans til að berjast gegn krabbameinsæxlum. (Byggt á grein Matt Wood).

Trans-vaccenic acid“ TVA, langkeðju fitusýra sem er í kjöti og mjólkurafurðum úr beitardýrum eins og kúm og sauðfé, bætir getu CD8+ T fruma mannslíkamans til að síast inn í æxli og drepa krabbameinsfrumur, samkvæmt nýrri rannsókn vísindamanna hjá háskólanum í Chicago.

Fundu efni sem virkja viðbrögð T-fruma í landbúnaðarafurðum

Rannsóknin, sem birt var í vikunni í Nature (sjá pdf að neðan) sýnir einnig, að sjúklingar með hærra magn af TVA í blóðinu svöruðu betur ónæmismeðferð gegn krabbameini. Bendir það til þess, að hægt sé að bæta fæðubótarefninu við klíníska meðferð gegn krabbameini. Doktor Jing Chen, PhD, prófessor í læknisfræði við Chicago háskóla og helsti höfundur skýrslunnar um rannsóknina sagði:

„Það eru margar rannsóknir gerðar til að ráða tengslin milli mataræðis og heilsu manna. Það er mjög erfitt að skilja samspil þátta í bakgrunninum, vegna þess að fólk borðar svo fjölbreyttar fæðutegundir. En ef við einbeitum okkur eingöngu að næringarefnum og umbrotsefnum sem unnin eru úr mat, þá byrjum við að sjá hvernig þau hafa áhrif á lífeðlisfræði og meinafræði. Með því að einbeita okkur að næringarefnum sem geta virkjað T-frumuviðbrögð, þá fundum við eitt efni sem í raun eykur ónæmi gegn æxlum með því að virkja mikilvægan ónæmisferil.“

TVA er algengasta transfitusýra í brjóstamjólk

Rannsóknarstofa Chen leggur áherslu á að skilja hvernig umbrotsefni, næringarefni og aðrar sameindir sem streyma í blóðinu hafa áhrif á þróun krabbameins og svörun við krabbameinsmeðferðum. Fyrir nýju rannsóknina settu tveir nýir læknar doktor Hao Fan, PhD og doktor Siyuan Xia, PhD, saman „blóðnæringarefni“ úr 255 lífvirkum sameindum fengnum úr næringarefnum. Þeir skimuðu efnasamböndin í þessu nýja safni í leit að getu þeirra til að hafa áhrif á ónæmi gegn æxlismyndun með því að virkja CD8+ T frumur líkamans, sem eru mikilvægar til að drepa krabbameins- eða veirusýktar frumur.

Eftir að vísindamennirnir höfðu metið sex áhrifamestu efnin í bæði manna- og músafrumum sáu þeir, að TVA stóð sig best. TVA er algengasta transfitusýran sem er í brjóstamjólk, en líkaminn getur ekki framleitt hana sjálfur. Aðeins um 20% af TVA er brotið niður í aðrar aukaafurðir, sem skilur eftir 80% í blóðrásinni.


„Að sjá, að eitt næringarefni eins og TVA hefur á svo markvissan hátt áhrif á ónæmisfrumur … finnst mér virkilega ótrúlegt og forvitnilegt.“
Jing Chen, PhD

Vísindamennirnir gerðu síðan röð tilrauna með frumur og múslíkön með ýmsum gerðum æxla. Að gefa músum mataræði auðgað með TVA dró verulega úr vaxtarmöguleikum sortuæxla og ristilkrabbameinsfruma. TVA mataræðið jók einnig hæfileika CD8+ T fruma til að síast inn í krabbameinsæxlin.

Rannsóknarteymið vann einnig með Justin Kline, lækni, prófessor í læknisfræði við Chicago háskólann til að greina blóðsýni sem tekin voru úr sjúklingum sem gangast undir CAR-T frumu ónæmismeðferð við eitilæxli. Þeir sáu að sjúklingar með hærra magn af TVA höfðu tilhneigingu til að svara meðferðinni betur en þeir sem voru með lægra gildi. Einnig sáu þeir, að TVA jók getu ónæmismeðferðarlyfs til að drepa hvítblæðisfrumur.

Rannsóknin bendir til þess að hægt sé að nota TVA sem fæðubótarefni til viðbótar við krabbameinsmeðferðir sem byggjast á T-frumum. Chen bendir einnig á, að mikilvægt sé að ákvarða hagkvæmt magn af næringarefninu sjálfu en ekki fæðugjafanum og því ætti ekki að skilja niðurstöður rannsóknarinnar sem afsökun til að borða meira ostborgara og pítsur.

Nánari upplýsingar: Rannsóknin „Trans-vaccensýra endurforritar CD8+ T frumur og æxlisónæmi“ var studd af Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna (styrkir CA140515, CA174786, CA276568, 1375 HG006827, K99ES034084), rannsóknarverðlaunum Líffræðideildar Chicago háskóla, Ludwig Center í Chicago háskóla, Sigal Fellowship in Immuno-oncology, Margaret E. Early Medical Research Trust, AASLD Foundation a Harborview Foundation Gift Fund og Howard Hughes Medical Institute.

One Comment on “Næringarefni í nautakjöti og mjólkurvörum bæta varnir líkamans gegn krabbameini”

  1. My brother recommended I might like this web site He was totally right This post actually made my day You cannt imagine just how much time I had spent for this information Thanks

Skildu eftir skilaboð