Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Hvatningin er börnin okkar. Við sem foreldrar sjáum hvaða áhrif þetta hefur á börnin okkar. Við viljum að börnin fái vísindalega menntun á réttan hátt, segir Helen Rosvold Andersen, ein þeirra sem stendur á bak við grasrót foreldrahópsins. Foreldrarnir láta kennslu barna sinna ekki afskiptalausa þegar kemur að kennslu um hugmyndafræði trans málaflokksins.
"Það hefur margt gerst í skólum síðasta áratuginn. Þeir sem fylgdust með Óslóarráðstefnunni fengu kynningu, meðal annars frá Truls Olufsen-Mehus. Þau segja að skólinn hafi farið frá því að vera vettvangur þekkingar yfir í að vera fræðsluvettvangur kynjahugmyndafræðinnar," segir Bjarte Ystebø og heldur áfram. "Margir foreldrar, afar og ömmur hafa áhyggjur. Ég hef beðið eftir grasrót foreldra, við sáum það í Bandaríkjunum. Það eru aðgerðir foreldra- og nú koma þær í Noregi. Mjög hvetjandi.“
[Hér á landi getum við spurt hvenær vakna íslenskir foreldrar, ömmur og afar?]Hópur grasrótarinnar sem fjallað er um heitir Foreldre.net. Netsíðan er ekki komin í gagnið en hópurinn notar snjáldursíðu. Í forsvari fyrir grasrótina eru Helen Rosvold Andersen frá Kristiansand og Malene Foss frá Lyngdal.
Minni hugmyndafræðileg kennslu
Foreldre.net var stofnað af foreldrum, ömmum og öfum úr öllum lögum samfélagsins. Við viljum meðal annars stuðla að meiri vísindalegri en minna hugmyndafræðilegri kennslu í leik- og grunnskólum" segir á snjáldursíðu hópsins um herferðina.
Við viljum vinna markvisst að því að hafa áhrif á það sem kennt er í skólum. Við viljum líka koma þekkingu og upplýsingum skýrt og auðveldlega til þeirra sem eiga börn í opinberum skólum, sagði Helen Rosvold Andersen í viðtali í sjónvarpsþættinum Live with friends.
Rétt, vísindaleg kennsla
Hver var hvatningin þín að byrja á þessu?
Hvatningin er börnin okkar. Við viljum að börn séu börn. Við sem foreldrar sjáum hvernig börn verða fyrir áhrifum, bæði í leik- og grunnskóla. Við viljum að börn fái rétta, vísindalega menntun.
"Hvernig hefur þessu frumkvæði verið tekið?
Stórkostlega! Þeir hafa skrifað um okkur í Kristiansand, málum sem varða undanþágur frá kennslu. Við vinnum hörðum höndum að því að koma upp vefsíðu, foreldre.net, því þetta eru landssamtök. Við viljum foreldrahópa í borgum og bæjum. Tengja fólk svo það finni gagnlegar upplýsingar, geti stutt hvert annað — og haldið staðbundna viðburði.
Eykst vitund meðal foreldra í dag?
"Algjörlega, og þetta er afleiðingin. Við byrjuðum sem fjölskylda og lítill hópur í Kristiansand, í einum skóla. Þar sóttum við um undanþágu frá hluta kennslunnar. Við fengum það ekki, okkur var þrívegis hafnað. Margir brugðust við og vilja fá upplýsingar um þetta efni," segir Helen Rosvold Andersen.
Höfundur er kennari.