Rebekka Saidy, Íbúi í Grindavík, varar við leigufélaginu Alma á facebook síðu sinni í dag. Konan segir frá því að fjölskyldan hafi neyðst til að taka á leigu litla íbúð frá félaginu um miðjan desember, vegna aðstæðna í Grindavik.
Í dag bauðst fjölskyldunni hinsvegar stærri eign til langtíma, þar sem betur getur farið um þau, því ljóst er að við þau eru ekki á leiðinni heim til Grindavíkur aftur, segir Rebekka.
Konan setti sig í samband við Ölmu leigufélag til að athuga hvort ekki væri hægt að komast undan þriggja mánaða uppsagnarfresti í ljósi aðstæðna. „Við vitum öll að mikil þörf er á húsnæði og þessi íbúð færi í útleigu samdægurs. En nei svarið sem ég fékk var þvert nei að þau gætu ekki litið framhjá þriggja mánaða uppsagnafresti.“
One Comment on “Varar við leigufélaginu Alma: „standa ekki með Grindvíkingum“”
Leigufélag eða landlæknir, sami skítur.