Kínverskir vísindamenn hafa búið til nýja kórónuveiru sem drepur 100%

frettinCOVID-19, Erlent, Gústaf Skúlason1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Vísindamenn á kínverskri rannsóknarstofu hafa búið til nýjan streng kórónuveiru sem drap 100% þegar hún var prófuð á músum. Daily Mail greinir frá uppgötvuninni sem er gerð, þrátt fyrir mikla andstöðu vegna hættunnar sem slíkar tilraunir hafa, ef veiran kemst út. Er um að ræða þróun sýklavopna sem kínverski kommúnistaflokkurinn hefur skipað fyrir um. Nýja veiran ræðst beint á heilann og drepur viðkomandi.

Þetta er kórónaveira úr maurakeilum sem er náskyld veirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Kínversku vísindamennirnir – einn þeirra er þjálfaður af kínverska hernum – klónuðu og gerðu tilraunir með vírusinn. Í nýútgefinni forprentun af rannsókninni (sjá pdf að neðan), þá greina þeir frá því, að veiran hafi drepið 100% þegar hún var prófuð á músum.

Drápust allar innan átta daga

Tilgangurinn með því að rannsaka veiruna var að „meta sjúkdómsvaldandi áhrif“ hennar að sögn vísindamannanna. Af þeim fjórum músum sem voru sýktar af veirunni fóru allar að léttast fimm dögum eftir smit. Stuttu síðar sýndu þær einkenni eins og tregðu – og hvít augu.

Rannsakendur sýktu síðan átta mýs til viðbótar, drápu þær og völdu líffæri úr fjórum þeirra til greiningar. Mikið magn af veiru-RNA fannst í ýmsum líffærum, þar á meðal heila, lungum og augum. Á meðan að magn veira í lungum minnkaði á sjötta degi þá jókst það í heilanum. Vísindamennirnir skrifa:

„Þessi niðurstaða bendir til þess að alvarleg heilasýking á síðari stigum sýkingar gæti verið helsta dánarorsök þessara músa.“

Ekki verið að rannsaka viðbótarvirkni sérstaklega

Justin Kinney, dósent við „Simons Center for Quantitative Biology við Cold Spring Harbor Laboratory“ í Bandaríkjunum, segir að rannsóknin sem lýst er í ritgerðinni virðist ekki falla undir umdeildan flokk „viðbótarvirkni“ (Gain of Function) rannsókna, þar sem kínversku vísindamennirnir breyttu veirunni ekki markvisst til að gera hana sjúkdómsvaldandi eða smitbera. Kenney skrifaði í tölvupósti til The Epoch Times:

„Hins vegar eru rannsóknirnar enn á mjög hættulegu stigi. Ég hef sérstakar áhyggjur af því, að rannsóknin tilgreinir ekki á hvaða líffræðilegu verndarstigi rannsóknin var framkvæmd. Kórónuveirurannsóknir í Kína eru oft gerðar á líföryggisstigi (BSL-2) sem er ófullnægjandi til að vinna með hugsanlega heimsfaraldurssýkla sem berast í lofti.“

Þarf að gæta sérstaklega mikillar varkárni

Samkvæmt Justin Kinney er greinilega mögulegt, að rannsóknir á kórónuveiru sem gerðar voru á BSL-2 stigi gætu hafa valdið Covid-19 heimsfaraldrinum. Hann segir:

„Með því að sýna fram á, að kórónuveiran hefur ótrúlega mikil sjúkdómsvaldandi áhrif, þá undirstrikar rannsóknin þörfina á mikilli varkárni, þegar unnið er með nýjar kórónaveirur.“

One Comment on “Kínverskir vísindamenn hafa búið til nýja kórónuveiru sem drepur 100%”

  1. Þetta er nú hvorki gáfuleg né innihalds mikil grein hjá þér Gústaf, það verður nú að segjast!

    Að þú skulir kokgleypa áróðurinn frá Bandarískum áróðurseggjum sem héldu því fram korteri eftir að Córónusveirumit kom upp í Kína að veira væri gerð af stjórnvöldum í Kína, þetta er jafn trúlegt og fantasían um 11 September 2001. líklegasta skýringin er sú að blessaður kaninn hafi komið þessum vírus fyrir í Kína.

Skildu eftir skilaboð