Gústaf Skúlason skrifar:
Tucker Carlson tók viðtal við leikarann Dennis Quaid til að ræða áhættu gagnvart raforkukerfi Bandaríkjanna sem bandarísk stjórnvöld virðast leiða hjá sér. Hluti viðtalsins er hér í lauslegri þýðingu og þar fyrir neðan má sjá allt viðtalið á X.
Tucker Carlson: Ég gæti spurt þig milljón spurninga en ég vil komast strax að efninu sem er að koma upp núna um raforkukerfið okkar sem þú hefur greint frá. Geturðu gefið okkur smá yfirlit hvað, það er?
Dennis Quaid: Það er kallað „netið niðri, aflið uppi.“ Þetta er mál sem ég hef haft áhyggjur af í nokkuð langan tíma. Þeir gerðu smá kafla á 60 mínútum um þetta, en í grundvallaratriðum eru 100% líkur á því að sólin okkar skapi það sem þeir kalla GMD, sem er sólarstormur sem lendir harkalega á jörðinni okkar og segulsviðinu í kringum jörðina. Slíkt getur eldað upp allt sem er tengt rafmagni ofar jörðu, þar með talið allt Internetið okkar.
Tucker: Þetta myndi gerast á lífrænan hátt. Eðlilega. Það er bara það sem sólin gerir.
Quaid: Það hefur gerst. Þeir kalla það Carrington atburðinn, sem gerðist árið ég held að það hafi verið 1859. Og á þeim tíma vorum við einfaldlega með símalínur, hvað rafmagn snertir og þetta eldaði upp allt símakerfið okkar. Það var sett upp … það þurfti að skipta um það og-
Tucker: Allt saman?
Quaid: Allt saman. Ímyndaðu þér hvað gæti gerst núna með mjög öflugum stormi, sem eru 100% líkur á að muni gerast. Þetta var 100 ára atburður.
Tucker: Ég er ekki góður í stærðfræði, en-
Quaid: Það þyrfti trilljónir dollara til að skipta öllu þessu út. Auk þess myndum við ekki einu sinni fá að eyða þessum trilljónum dollurum, vegna þess að það myndi slá út ekki bara rafmagnið, allir innviðir okkar og samfélag ganga fyrir rafmagni. Við vitum ekki hvernig á að lifa án þess….. þú gætir ekki fengið bensín á bílinn þinn vegna þess að allt kerfið er bilað. Allt sem við treystum á væri farið. Maturinn myndi bráðna í ísskápunum okkar. Það sem gerist og þeir hafa spáð því, að innan árs myndu 90% íbúanna deyja úr hungri, sjúkdómum eða þú skilur… við færum til baka á steinöld.
Tucker: Að við dræpum hvert annað?
Dennis: Já.
Tucker: Jæja, það eru átakanlegar upplýsingar það.
Quaid: Lyftir upp deginum ekki satt.
Tucker: Það gerir það. Ég meina, ég bæti því bara á Heimsendalistann sem fer stækkandi.
Quaid: Það er enginn að tala um þetta. Reyndar, Trump forseti skrifaði reyndar undir framkvæmdaskipun um að fara yfir netið okkar til að verja okkur gegn atburði eins og þessum. Obama, reyndi líka að koma því í gang. En þetta er fast í þessum eftirlitsstofnunum. Raforkufyrirtæki eru í einkaeigu og eru ekki að eyða peningum í eitthvað sem „hugsanlega gæti komið fyrir.“ En þetta á örugglega eftir að gerast.
00:40) Raforkukerfið
(25:00) Uppáhaldsmyndin hans
(32:18) Dennis Quaid syngur lag
(39:44) Kosningaáhyggjur
Ep. 64 At some point America’s power grid will fail. What happens then? Dennis Quaid on a risk the government seems to be ignoring. pic.twitter.com/EzX2e4NfU2
— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) January 13, 2024