Skotar fórna börnum fyrir transöfgasinna

EskiInnlendarLeave a Comment

Julie Bindel, einn framsæknasti femínisti Bretlands ritaði nýverið grein í breska blaðið The Telegraph.

Þar stiklaði hún á ýmsu er varðar tilraunir transöfgasinna að koma á lagasetningu sambærilegi þeirri sem Alþingi lét blekkjast út í að gera árið 2019.

Helga Dögg Sverrisdóttir, kennari á Akureyri ritaði eftirfarandi færslu í framhaldinu:

,,Í nánustu framtíð kemur 11 ára strákur heim og segist vera stelpa. Hann klæðir sig til að fara út með vinum sínum í bólstraðan brjóstahaldara, örpils og vel farðaður. Þegar foreldrar hans segja honum að hann geti ekki farið svona út segir hann að þetta sé hans leið til að tjá kynvitund sína og hótar að hringja í lögregluna.

Í heilbrigðu landi myndi ekkert meira gerast, fyrir utan kannski stutt skapofsakast. Ef drengurinn býr hins vegar í Skotlandi, ef nýjar tillögur verða samþykktar, gæti sagan einn daginn endað allt öðruvísi.

Í Skotlandi tekur lögreglan símtalið alvarlega. Þegar löggan kemur að húsinu eru foreldrarnir handteknir og hótað allt að sjö ára fangelsi fyrir að staðfesta ekki kynvitund barnsins.

Þetta hljómar fáránlega, en Skoski þjóðarflokkurinn virðist vinna hörðum höndum að þetta verði veruleika. Flokkurinn hefur lagt til ný lög sem gætu gert refsingu foreldra að lögum fyrir að neita að staðfesta barn sitt trans í einu og öllu.

Transöfgasinnar að mótmæla í Bretlandi

Meðal aðgerða sem gætu verið refsiverðar er að koma í veg fyrir að einhver ,,klæði sig þannig að það endurspegli kynhneigð eða kynvitund“ jafnvel þótt sú ákvörðun yrði tekin af foreldri sem reynir að vernda barn sitt gegn kynjahugmyndafræðinni.

Þessi viðurstyggilegu lög eru búin til í nafni þess að stöðva ,,umbreytingarmeðferð“, þó hún sé ekkert í þá veru. Ég ætti að þekkja muninn segir Jane Rober. Árið 2014 þegar Jane rannsakaði bók um menningu lesbía og homma fór hún í dulargervi til kristins trúarmeðferðarfræðings í Bandaríkjunum.

Í vikunni sem fylgdi í kjölfarið var Jane sagt að hún væri brotin, ill og óelskuleg þrátt fyrir ahafa tileinkað sér falska persónu. Ástríkt foreldri, sem hefur áhyggjur af áhrifum kynjahugmyndafræðinnar og er umhugað um velferð barnsins síns er allt annað mál.

Þegar öllu er á botninn hvolft hafa þeir góða ástæðu til að hafa áhyggjur. Síðastliðinn áratug hefur fjöldi barna sem segjast vera trans aukist gífurlega og fjöldi þeirra sem leita á kynjastofur.

Staðreyndirnar eru átakanlegar

Hátt hlutfall barna sem sækja í kynjabreytingu er með einhverfu; Kynþroskablokkar leiða næstum alltaf unga manneskju á óafturkræf krosskynhormón þegar þau ná 18 ára aldri. Oft er litið framhjá alvarlegum geðheilbrigðisvandamálum og áföllum sem barnið glímir við í þágu þess að staðfesta (merkja) þau sem trans.“

Skildu eftir skilaboð