Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Börnum er sagt að þau séu fædd í röngum líkama. Norskur strákur hefur bent á að það er ekkert sem heitir slíkt. Fleiri og fleiri eins og hann stíga nú fram til að segja frá reynslu sinni. Sammerkt með þessu fólki er að það er engin eða lítil hamingja fólgin í að hoppa á transvagninn. Það þarf kjark til að segja frá því að trans hreyfingar og aðgerðasinnar útiloka þetta fólk og reynir að draga það niður í svaðið. Mannkærleikurinn skín í gegn hjá trans aðgerðasinnum, eða!
Stundum hefur ungt fólk líkt trans hreyfingunum við ofstækistrúarhópa og talið sig heppið að losna undan þeim. Gjaldið er andúð hópsins, baktal og útilokun. Allt eftir bókinni!
,,Þegar ég var lítill þurfti ég á föður að halda sem hafði óskað sér barns og elskaði það, alvöru mann sem gæti kennt mér að sterkar tilfinningar væri ekki sama og sannleikur. Í staðinn var faðirinn fjarverandi og ónýt föðurímynd. Það var kannski ekki notalegt þegar ég flúði frá karlmennsku minni.
Í dag trúi ég ekki að maður sé fæddur í röngum líkama. Maður getur upplifað að maður sé það en í reynd er það ekki. Kynin eru genetísk ekki huglæg. Kannski hljómar það harkalega og einhver telur að ég hafi ekki sársaukann sem trans fólk finnur fyrir. Til þeirra er svarið, Jú ég veit nákvæmlega hvernig er að vera trans. Því þær tilfinningar hef ég líka haft.
Tom-Roger Mittag (t.v) skilgreindi sig til margra ára sem konu og bar þá nafnið Linn (t.h). En nýja kynskilgreiningin gerði Tom ekki hamingjusamari.