Gústaf Skúlason skrifar:
Hver sá sem er ríkisborgari í ESB-landi og er sviptur ökuskírteini verður í framtíðinni bannað að keyra í öllum aðildarríkjum ESB. Það leggur ESB-þingið til í samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða þingmanna.
Voice of Europe greinir frá því, að í dag gildir sú regla að afturkallað ökuleyfi gildir eingöngu í því landi sem afnemur ökuleyfi viðkomandi ökumanns. Flestir þingmenn ESB-þingsins vilja að slík ökuleyfissvipting í einu landi gildi í öllum löndum ESB í framtíðinni.
Samkvæmt þingsályktun ESB-þingsins myndi hraðakstur á 50 km hraða umfram löglegs hámarkshraða leiða til ökuleyfissviptingu utan lands og 30 km hraða umfram löglegs hámarkshraða innan lands. Þingmenn vilja einnig, að akstur án ökuskírteinis verði talinn sams konar glæpur og alvarleg umferðarlagabrot eins og akstur undir áhrifum eða banaslys. Einnig er talið að hættuleg staðsetning ökutækis á bílastæðum, hættulegur framúrakstur, keyrsla yfir heilar línur og ökumenn sem forðast slysstað leiði til sviptingu ökuleyfis.
Aðildarlöndin mega hafa skoðun
Allgemeiner Deutscher Automobil-Club (ADAC), eru stærstu samtök bíleigenda í Evrópu með um 21 milljón félagsmanna. Þau telja að samræmd reglugerð myndi stuðla að auknu umferðaröryggi. Áður en nýju reglurnar geta tekið gildi þurfa ESB-ríkin að segja sitt. Aðildarríkin hafa hins vegar ekki enn tekið afstöðu til fyrirhugaðra reglna. Eftir kosningu til ESB-þingsins í sumar verður málið tekið fyrir.
2 Comments on “Lög um umferðarbrot hert – ESB þingið vill að ökuleyfissvipting nái til allra landa sambandsins”
Sæll vinur ágætis grein sem mætti kanski betrumbæta aðeins ?
Samkvæmt þingsályktun ESB-þingsins myndi hraðakstur á 50 km hraða leiða til ökuleyfissviptingu utan lands og 30 km hraða innan lands.
Væri auðskyljanlegra ef væri orðað „betur“ ?
Samkvæmt þingsályktun ESB-þingsins myndi hraðakstur á 50 km hraða umfram löglegs hámarkshraða leiða til ökuleyfissviptingu utan lands og 30 km hraða umfram löglegs hámarkshraða innan lands.
Mbk.
Kærar þakkir Árni fyrir athugasemdina sem er alveg rétt. Speeding er umframhraði yfir leyfilegt hámark og leiðréttist hér með samkvæmt tillögu þinni. Gústaf Skúlason.