Jón Magnússon skrifar:
Í síðustu viku fengu landsmenn smjörþefinn af því sem koma skal ef fjölmenningarstefna opinna landamæra, sem Samfylkingin, Viðreisn og einkum Píratar leiða, nær fram að ganga.
Ofbeldisfólk opinna landamæra talar um stefnu sína sem stefnu "ástar og friðar". Hvílík öfugmæli. Alls staðar þar sem fólk eins og þremenningarnir sem hælisleitendaiðnaðurinn virkjaði til mótmæla á Alþingi í gær kemur, veldur það illindum, öryggisleysi almennra borgara og hryðjuverkum. Í stað ástar og friðar fylgir því, hatur og ofbeldi.
Þeir sem ímynda sér að hugmyndafræði "Dýranna í Hálsaskógi" um að öll dýrin í skóginum geti verið vinir, eigi við í málefnum hælisleitenda hafa ekki kynnt sér ástandið í heiminum eða í nágrannalöndum okkar.
Í Noregi, Danmörku og Svíþjóð eru hópar sem fóru að berjast með ISIS og frömdu þar voðaverk í nafni Íslam og andstöðu og haturs á Vesturlöndum. Á þeim forsendum var heimilt að drepa óvinina, sem stundum voru hjálparstarfsmenn með því að skera þá á háls. Síðan kom þetta lið til baka og hefur frjálsan aðgang að öllum löndum á Schengen svæðinu í nafni ástar og friðar.
Í Osló eru samhliða samfélög þar sem fólk talar ekki norsku og áletranir eru á arabísku. Í Svíþjóð er fjöldi samhliða þjóðfélaga innflytjenda, þar sem lögregla, sjúkralið eða brunalið fer ekki inn í nema með aðstoð þungvopnaðra hermanna.
Fjöldi hryðjuverka, sem fylgir er gríðarlegur en ég minni bara á Manchester fyrir nokkrum árum,þar sem ungt fólk á tónlistarhátíð var drepið miskunarlaust á altari fjölmenningarsamfélagsins og Bataclan í París, þar sem það sama gerðist.
Þrír hælisleitendur réðust að löggjafarvaldinu, Alþingi, en var sem betur fer komið í burtu án þess að tjón hlytist af. Því er haldið fram, að þeir hafi verið hvattir áfram af innlendum fylgjendum opinna landamæra, en ekki veit ég það svo gjörla. Hitt veit ég að það verður að vísa þessum mönnum úr landi og flytja þá burt og gæta þess að þeir komi aldrei aftur og það þegar í stað. Allt annað er óheyrileg linkind og sýnir þá þeirra líkum þ.e. að Ísland líði hvað sem er.
Dettur einhverjum í hug að með því að senda slík skilaboð, þá komi færri þeirra líkar til landsins til að leggjast upp á skattgreiðendur. Að sjálfsögðu ekki og skiptir þar frumvarp dómsmálaráðherra ekki sköpum það þarf miklu meira til að koma.
Á sama tíma og þessir ofbeldismenn gagnvart löggjafarvaldinu ættu að vera á leiðinni úr landi með algjört komubann vegna ólíðandi og hættulegrar framkomu, þá býsnast þingmenn allra flokka með það hvernig helsta ofbeldismanninum líði.
Þessir sömu þingmenn hafa ekki velt fyrir sér undanfarna daga hvernig fórnarlömbum aðfluttra ofbeldismanna líður og væri það þó verðugra verkefni. En e.t.v. sýna þessi ummæli þingmannanna hversu gjörsamlega vanhæfir þeir eru til að gæta þjóðarhags og öryggis eigin samborgara.
19 Comments on “Ást og friður”
Saga vinstrisins.
Hatur dulbúið sem ást.
Góðmennska á kostnað almennings.
Öryggi almúgans fórnað fyrir vonlausa útópíu. Lærdómi sögunnar sópað undir teppið svo hin vonlausa tilraunastarfsemi skrifuð í blóði okkar geti haldið áfram.
Vinstrið lofar og lýgur meira en það mígur!! Hvenær ætlið þið að vakna og stöðva þessa illsku??
T.d. Með því að kjósa ekki vinstri flokka og hægri flokka sem óska okkur inn í gjörspillta Brussel-Mafíuna.
Hvert getum við vísað svona rusli eins og Jóni Magnússyni til? Væri mjög til í að þurfa ekki að deila sama ríkisfangi og þessi siðblindi mannhatari
Einar Viðarsson, þú ættir bara að flytja til Íraks eða Saudi Arabíu og upplifa dásemdarsamfélögin þar, þá þarft þú ekki að deila sama ríkisfangi og hann Jón Magnússon. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þér mun líða vel þar, fráls með þína trú og venjur í samfélagi sem er algörlega laust við þesskonar mannhatur og siðblindu.
Ari Oskarsson, í fyrsta lagi þá er ekki ekki svo heimskur að ég trúi á ósýnilega veru. Í öðru lagi þá hefur ástandið í þessum löndum ekkert með trúarbrögð að gera, trúarbrögð eru bara tæki til að hafa stjórn á fjöldanum. Í þriðja lagi þá ættuð þið félagarnir þú og Jón að skella ykkur þarna niðureftir. Þarna stjórnar fólk sem er nákvæmlega eins og þið. Ef fólk getur ekki hlýtt og gert það sem þið viljið þá er í lagi að fangelsa það, pynta og senda út í dauðann. Þið hægri öfgamenn viljið geta gert það sem þið viljið á kostnað annara, alveg eins og stjórnvöld í þeim löndum sem flóttamenn koma frá. I fjórða lagi er það sorglegt að þið eruð svo sjálfhverfir að þið sjáið ekki sannleikann þó hann stari framan í ykkur og ef þú svarar þá verður það enn ein lélega afsökunin af hverju þið séuð betri en aðrir til að réttlæta rasista hugsanir ykkar í dulbúningi því öðruvísi gætuð þið ekki lifað með sjálfum ykkur nema siðblindir séu.
Einar Viðarsson, auðvitað ber ég enga ábyrgð á barnalegri hugsun þinni að öll dýrin í skóginum séu vinir, það er nú bara ekki þannig, þessi vera sem þú ert að tala um hefur nú ekki beit verið í felum í þessum löndum.
Trúabrögð eru fantasía sem hefur fylgt manskeppnunni í árþúsund, að vera að blanda ólíkum trúarbrögðum saman er eins og bera bensín á eld, við sjáum hvernig þetta hefur gengið fyrir sig í Svíþjóð.
Fyrir það fyrsta er ég ekki öfga hærimaður né öfga vinstrimaður ég er bara einstaklingur með skynsemi að leðarljósi.
Ég veit nú ekki betur enn það séu vinstri glópalista öfgafólkið sem ber sennilega mesta ábyrgð á flóttamannastrauminum í heiminum í dag.
Það að færa fólkið úr sínu umhverfi kalla ég lítið annað enn að færa vandamálið ekki leysa það, það eru utankomandi öfl sem skapa flesta af þessum flóttamannastraumum og þar ber yfirgangur Bandaríkjana sennilega mesta ábyrgð
Ég get ekki betur séð að íslendingar geti nú ekki með nokkru móti haldið utan um okkar eigið fólk sem hefur varla aðgang að húsnæði lengur vegna hás leiguverð og íbúðarverðs í boði spilltra og gagnslausra stjórnmálamanna sem við framleiðum í kippum.
Einar Viðarsson, það að segja ég ´er ekki svo heimskur að ég trúi á ósýnilega veru´ er heimskuleg staðhæfing í ljósi þess að aðeins um 5% af Alheiminum er efnislegur, um 95% af Alheiminum er, samkvæmt mælingum vísindamanna, óefnislegur og ósýnilegur (og jafnvel óskiljanlegur). Því er það heimska að fullyrða að Guð sé ekki til þó svo þú sjáir Hann ekki. En væntanlega trúir þú því að Alheimurinn sé raunverulegur (en til er fólk sem trúir því að Alheimurinn sé bara blekking, það má aldrei vanmeta klikkun guðleysingjana).
Staðreyndin er einfaldlega þessi: skýringuna á tilurð Alheimsins er ekki að finna innan hans, skýringuna á tilveru mannsins er að finna utan Alheimsins. Og miðað við fullkomlega hönnun Alheimsins og Lífsins í honum er líklegustu skýringuna að finna í yfirnáttúrulegum Skapara, hvort sem mönnum líkar það betur eða illa. Eða hafa efnislegar róteindir, nifteindir og rafeindir yfir að geyma eiginleikanum til að kalla fram vitræna hugsun og andlegar hugleiðingar? Það þarf mikla HEIMSKU að trúa því að út frá engu urðu til vitibornar Mannverur (þó sumir þeirra afneiti Guði).
Brynjólfur, ég biðst afsökunar á því að geðheilbrigðiskerfið okkar hafi brugðist þér svona illilega. Vonandi færðu þá hjálp sem þú þarft.
Ari, þar sem það eru bara hægri flokkar sem hafa stjórnað í Ameríku frá upphafi hennar þá er flóttamannavandinn tilkomin vegna hægri flokka. En það er voða þægilegt að stinga hausnum í sandinn og halda að hægri eða vinstri skipti máli, vandamálið liggur í kapítalisma en það vil enginn viðurkenna það því að stærsta blekkingin er að fólk á Vesturlöndum heldur að það hafi það gott og skilur ekki að þeirra lífstíl er það sem ýtir undir þann vanda sem heimurinn á við að stríða. Takk fyrir að kalla mig barnalegan, alltaf betra en að vera bitur fullorðinn einstaklingur sem sér ekki út fyrir eigin hagsmuni.
Einar, ég veit að það er tilgangslaust að rökræða við guðleysingja sem vilja lifa í myrkrinu. Guðleysingjar kunna ekki að meta hinn stórkostlega skapaðan Alheim og hið undraverða Líf sem býr í honum. Sumir kjósa að veðja á myrkrið og tapa öllu ef þeir hafa rangt fyrir sér. Sá sem veðjar á Ljósið hefur að allt að vinna og engu að tapa.
Brynjólfur, að veðja á eitthvað er ekki það sama og að trúa. Þú semsagt trúir af því að þú ert hræddur við dauðann og vilt tryggja það að þú lifir áfram, nokkuð viss um að það er guði þínum ekki þóknanlegt þannig að þú ert screwed either way
Ath. Jón Magnússon er hámenntaður maður, og hefur starfað sem farsæll lögfræðingur um langt skeið. Hann er fluggáfaður, skynsamur og kemur vel fyrir. Þess vegna skil ég ekki hvers vegna Einar V. sé að agnúast úti þennann há vitsmunalega mann sem Jón er, og ættu flestir eðlilegir menn að skilja hversu Jóni er annt um framtíð og afkomu íslendinga.
Einar Viðarsson, þú ert greinilega ekki vel að þér í alþjóðastjónmálum, eru Demókratar hægriflokkur?
Ég veit ekki hvaða hagsmuni við íslendingar ættum að fó út úr því að kosta húsnæði og annað undir þessa flóttamenn
við berum enga ábyrgð á þeim ætli okkur væri ekki nær að vera ekki að stiðja þá sem eru að sundra þessum samfélögum og reyna frekar að koma í veg fyrir afskipti kanans af þessum löndum.
Þú sakar mig um eigin hagsmuni, það er greinileg á skrifum þínum að þú setur ekki hagsmuni fólks á Íslandi í fyrsta sæti
Ef þú ert svona áhugasamur að bjarga hverju einasta mansbarni í heiminum ætti þú að kosta það sjálfur.
Þú ættir kannski að kippa hálftommu rörinu úr augntóftunum á þér og reyna skoða hlutina í víðara samhengi?
Ari ég held að þú sért með3/8rör fyrir auganu þó þú segist vera vel lesin. Og það er ekki nóg að lesa ef maður skilur ekki neitt.
Ég er mun víðsýnni enn þú munt sennilega nokkurn tímann vera Júlíus Einarsson maður þarf að lesa í hlutina til að skilja, maður fer ekki langt í lífinu með því að láta áróðursveiturnar tala fyrir sig eins og þorrinn af vestrænum heimi gerir
Það er gott að ég er vel lesin það er grunnurinn að vitneskju, og það er líka gott að þú viðurkennir það Júlíus að þú skiljir ekki neitt því öll þín skrif sanna það, enn lífið er til að læra og vonandi áttar þú þig á því að hlutirnir eru ekki svona eins og hjá þeim sem halda með fótboltaliði, sem sagt standa alltaf með mínum mönnum, heimsmálin virka ekki þannig.
Ari þú ert svo gáfaður að maður gæti haldið að þú værir gerfigreind. Gáfaðir þurfa ekki að guma af gáfum sínum…………
Takk fyrir þetta hrós Júlíus, þú gætir endað á sama stað ef þú myndir horfa á hlutina sjálfstætt.
Enn mig langar að vita hvað þér finnst um greinina hans Jóns Magnússonar hér að ofan svo við höldum okkur við efnið í stað þess að rífast um álitið á hvor öðrum?
Ég kýs að tjá mig ekki.
Einar Viðarsson = Júlíus Einarsson
Ok, Júlíus svo þú kýst að tjá þig ekki, hvað ertu þá að gera hérna?
Kannski ertu bara gerfigreind eins og þú ert að saka mig um, maður bara spyr?
Burtséð frá hægri vinstri vitleysunni eða trúarbrögðum þá hefur Jón hér margt til málana að leggja og er augljóst að verður að taka á þessum málaflokki innrásarinnar þó mikið fyrr hefði verið.
PS
Einar leitaða upp dunning kruger effect og lýttu vel og lengi í spegil.