Ætlum að læra af mistökum annarra

frettinGeir Ágústsson, Innflytjendamál, PistlarLeave a Comment

Geir Ágústsson skrifar:

Íslendingar eru á athyglisverðri vegferð núna. Þeir ætla að læra af mistökum annarra. Ekki með því að forðast þau heldur með því að endurtaka þau. Þetta jafnast á við að barn horfi á annað barn brenna sig illa á kertaljósi og ákveður svo að prófa líka.

Þetta er kannski bara hluti af þroskaferli þjóðar sem vill prófa allt sjálf og telur að sama aðgerð geti haft mismunandi afleiðingar. Það er raunar ekki útilokað þótt það sé ólíklegt eins og nýleg tölfræði sýnir nú þegar. Það er ekkert víst að innflutningur á fólki frá svæði sem hefur verið hálfgert átakasvæði svo áratugum skiptir, og þar sem fólki er stjórnað af trúarbrögðum sem boða nokkuð önnur gildi en þau vestrænu, endi með ósköpum. En það er ólíklegt.

Ég vil hrósa Morgunblaðinu fyrir að taka fyrir rannsóknir danskra yfirvalda á því hvernig innflytjendum frá ýmsum svæðum og ríkjum vegnar í vestrænu velferðarsamfélagi. Sumir leggjast á spenann og aðrir vinna fyrir sér og ekki hægt að sjá að tungumálaþekking skipti þar nokkru máli. Danska tölfræðin staðfestir jákvæða upplifun mína af ýmsum hópum innflytjenda, svo sem indverskra og pólskra, og neikvæða af ýmsum öðrum.

Um leið vil ég vara blaðamenn Morgunblaðsins við. Gögn og staðreyndir sem falla ekki að viðteknum viðhorfum eru óvinsælt efni. Margir kjósa frekar að lifa í draumaheimi en raunheimi. Ýmsir stimplar verða nú vafalaust dregnir fram og látnir þekja síður Morgunblaðsins. En það er eins með upplýsingar og veðrið: Hlutirnir eru eins og þeir eru, sama hvað hver segir, og lítið hægt að gera í því að sumir velji að fara út í gúmmístígvélum á baðströnd eða á sundskýlu í vetrarbyl.

Mynd: Viðskiptablaðið

Refsidómar palestínumanna í Danmörku. Mynd: Viðskiptablaðið

Skildu eftir skilaboð