Mannréttindabrot að þvinga fólk til að bólusetja sig

frettinCovid bóluefni, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Í tvö ár neyddust lögreglumenn og starfsmenn sjúkrabíla til að láta bólusetja sig gegn Covid-19. Ef starfsfólkið neitaði þá gat vinnuveitandinn sagt þeim upp störfum.

Íbúar Ástralíu voru árin 2021 og 2022 beittir nokkurs konar læknisfræðilegri aðskilnaðarstefnu. Ráðandi stefna í samfélaginu var sú, að ef þú létir ekki bólusetja þig gegn Covid-19, þá værir þú hræðileg og eigingjörn manneskja sem vildir myrða samferðafólkið þitt.

Þróunin gekk svo langt að teknir voru upp bólupassar og ákveðnir starfshópar eins og lögregla og sjúkraliðar, neyddust til að bólusetja sig til að halda starfi sínu.

Dómstóllinn hafnaði skyldubólusetningum

Katrín Carroll lögreglustjóri


Ríkisdómstóll í Ástralíu hefur núna úrskurðað, að það hafi verið ólöglegt að þvinga starfsfólk til að taka Covid-19 bóluefnið til þess að komast hjá hótun um uppsögn.

Að sögn The Guardian kærðu alls 86 starfsmenn lögreglu og sjúkrabíla Queensland-ríki vegna lögboðinna tilskipana sem giltu árin 2021 og 2022. Dómstóllinn úrskurðaði að lögreglustjórinn, Katarina Carroll, hafi ekki tekið tillit til mannréttinda, þegar hún gaf út ákvörðun um skyldur starfsmannanna til að bólusetja sig.

Dómstóllinn úrskurðaði einnig, að þáverandi landlæknir í Queensland, John Wakefield, hefði enga heimild til að setja fram slíkar kröfur.

„Samsæriskenningasmiðirnir“ höfðu á réttu að standa

Á heimsfaraldursárunum var því mótmælt um allan heim að meðtalinni Ástralíu, að lögboðnar bólusetningar, bólusetningarvegabréf og aðrar takmarkanir tengdar Covid-19 væru brot á mannréttindum. Þá kölluðu fjölmiðlar og valdhafar mótmælendur fyrir „anti-bólusetningasinna“ og „samsæriskenningasmiði.“ Núna kemur sem sagt í ljós að „samsæriskenningasmiðirnir“ höfðu á réttu að standa allan tímann.

Skildu eftir skilaboð