Heimsmálin: Douglas Macgregor er rödd friðar í ófriðlegum heimi

frettinGústaf Skúlason, Heimsmálin, Margrét FriðriksdóttirLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Viðtalið við Douglas Macgregor hefur verið mest lesna frétt Fréttarinnar frá því að það birtist og er það vel. Viðmót ofurstans grundvallast á heilbrigðri skynsemi og ósk um frið í stað stríðs, manndrápa og eyðileggingu. Undir það skal tekið og mikil er skömm núverandi íslenskra stjórnvalda sem eru sem hjómið eitt með lokun sendiráðsins í Moskvu miðað við þá friðarviðleitni sem sýndi sig í heimssögulegum fundi Gorbatjov og Reagans í Reykjavík 11. október 1986.

Eðlilega setti viðtalið við Douglas Macgregor svip á heimsmálin að þessu sinni og verða fleiri greinar skrifaðar um þær upplýsingar sem Douglas Macgregor miðlar til Íslendinga. Hann telur að það hafi verið alvarleg mistök hjá Íslendingum að loka sendiráðinu í Moskvu. Hann bar saman Ísland þá og nú og minntist starfs Íslands í þágu heimsfriðar með heimssögulegum friðarfundi í Höfða ár 1986. Segir hann Íslendinga hafa misst af miklu tækifæri til friðarstarfa núna með vægast sagt einkennilegri stefnu að loka sendiráðinu sínu í Moskvu.

Útþensla Nató er ógn fyrir Rússland

Macgregor útskýrði bakgrunn hins hryllilega stríðs í Úkraínu sem byrjaði mörgum árum áður en herir Pútíns fóru inn í landið í átt að Kænugarði. Eftir byltinguna 2014 réðst Úkraína á eigin landsmenn sem töluðu rússnesku með mikil tengsl við Rússland í austurhluta landsins. Var um hreinræktaða aðskilnaðarstefnu að ræða sem leiddi til þess að fólið bað Rússa um að hjálpa sér sem Rússar gerðu. Macgregor lýsti því að Rússar hefðu engan áhuga á stríði við Vesturlönd heldur væru einungis að hugsa um öryggisráðstafanir með því að hafa ekki heri Nató í túnkantinum.

Þrátt fyrir miklar refsiaðgerðir blómstrar Rússland sem aldrei fyrr. Til dæmis hafa tekjur landbúnaðarins 30 faldast á nokkrum árum og eru landbúnaðarafurðir seldar til um 150 landa í heiminum. Þjóðverjar sem geta ekki lengur keypt ódýrt gas gegnum Nordstream, neyðast núna til að kaupa sama gas eftir krókaleiðum á margföldu verði.

Biden þú ert rekinn!

Í Bandaríkjunum er kosningabaráttan komin á fullt fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Biden sem tókst að halda stefnuræðu án þess að detta, hvorki á gólfið eða í torskildar langlokur, hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni sem gamall reiður maður og fyrir ósannindi. Trump sagði á einum vel sóttum kosningafundi:

„Biden – þú ert rekinn!“

Klárt mál að margir Bandaríkin eru Trump sammála.

Mál Evrópu voru rædd varðandi átök og kosningaúrslit í álfunni t.d. Portúgal nýlega en þar hrundi fylgi sósíalista um 40% og íhaldsmenn sækja fram.

Hollowood stjörnur bera merki hryðjuverkamanna Hamas í barminum

Stríð Hamas og Ísraela er mikið til umræðu. Robert Spencer skrifaði nýlega grein vegna merkis sem frægar Hollywood báru í barminum á síðustu Óskarsverðlaunaafhendingunni. Án þess að skilja fyrir hvað merkið stendur (rífum innyflin úr gyðingum) halda stjörnurnar, að þær séu að stuðla að friði með merki rauðu handarinnar.

Smelltu á spilarann hér að neðan til að hlusta á þáttinn

Skildu eftir skilaboð