Jón Magnússon skrifar:
Danski stjórnmálamaðurinn Mogens Glistrup sagði að danski herinn gæti ekki varið Danmörku og þessvegna væri best að koma upp á öllum landamærastöðvum sjálfvirkum símsvara sem segði á öllum tungumálum "Við gefumst upp." Síðan þá hefur danski herinn heldur betur látið til sín taka.
Mér var hugsað til þessa þegar ég hlustaði á umræður á Alþingi vegna fyrirspurna Diljá Mist Einarsdóttur um stöðuna á landamærum þjóðarinnar. Svörin voru nánast þau, að ekkert væri hægt að gera vegna Schengen reglna, reglna Evrópusambandsins skorti á áhættumati Ríkislögreglustjóra og fram eftir þeim götunum.
Hvað gerir þjóð sem ráðist er á? Hún gefst upp eins og Mogens Glistrup talaði um. Eða hún tekur til varna. Hún tekur til varna strax og árásin á sér stað, en bíður ekki eftir áhættumati Ríkislögreglustjóra, að Alþingi samþykki breytingar á lögum eða leyfi fáist frá Schengen. Skylda ráðamanna er við þjóðina en ekki við Schengen og Evrópusambandið. Taka verður strax á þeim málum sem þola enga bið.
Stjórnleysið á landamærunum verður að taka enda núna.
Stjórnleysið við að koma ólöglegum innflytjendum úr landi verður að taka enda núna.
Öryggi landsmanna og velferð er í húfi.
One Comment on “Við gefumst upp?”
Vegna fyrirspurnar Diljár Mistar Einarsdóttur. Lærum íslensku ef við kunnum hana ekki