Sírenurnar væla nú orðið út um allt og það er ekki vegna loftslagsins

Gústaf SkúlasonGústaf Skúlason, HeimsmálinLeave a Comment

Það var margt að ræða í Heimsmálum dagsins. Margrét var stödd í Mílano í 20 stiga hita og glampandi sól, Gústaf í + 5 gráðum og von um grænku, þar sem toppar blaðlauka páskaliljunnar stinga upp kollinum og boða vor, sumar og sól í Svíþjóð. Bæði staðráðin í því að láta dómsdagsviðvaranir Antonio Guterras, hins róttæka vinstrisinnaða aðalritara Sameinuðu þjóðanna, sem vind um eyrun þjóta. Enginn á að taka mark á þessum hræðslupúka sem telur hræðsluna vera eina vopnið til að „sameina“ þjóðir heims.

Guterras virðist vera orðinn uppiskroppa með hræðsluyrði, því hann byrjaði á „hraðbraut til helvítis“ og fór í gegnum „hliðar helvítis“ beint í „stiknun“ vítisloganna. Þeir sem biðu eftir einhverju enn þá meira krassandi urðu eflaust fyrir vonbrigðum, því núna „þegar ástandið hefur aldrei verið svo slæmt áður“ (hafið þið heyrt það áður?), þá „væla sírenurnar.“ Greinilegt er að öfgaorðin fara kólnandi samtímis sem eilíf tortíming hangir yfir okkur – nema að við kaupum grænu umskiptin með öllu sem þeim fylgja og það er ekki svo lítið. Við borgum með nafnnúmerinu, seðlaveskinu og lyklinum að íbúðinni og bílnum. Að ógleymdum ákvörðunarréttinum. Eða sjálfstæðu hugsuninni…eða…þetta verður endalaus listi. Hér að neðan má sjá nýja mynd um loftslagið og allan þennan hræðsluáróður: „Hinn kaldi sannleikur.“

Margrét Friðriksdóttir lýsti samskiptum við bankakerfið en bankarnir virðast vera orðnir fátækir á gjaldeyri, því henni var ráðlagt að nota krítarkortið erlendis svo bankinn gæti sparað sér gjaldeyri. Síðan kom í ljós, að forritið í símanum til að fara inn og fylla á kortið virkaði ekki og ekki auðhlaupið frá Ítalíu að kippa þeim málum í lag, þegar bankinn vísar á Auðkenni, Auðkenni á símafélagið, símafélagið á bankann, bankinn á……osfrv.

Grein Halls Hallssonar um framboð Höllu Tómasdóttur til forseta Íslands hefur verið í sérflokki sem langmest lesna fréttin á Fréttin.is og toppað listann í meira en 5 daga. Sýnir það áhuga fólks á að kynnast forsetaframbjóðendum, alla vega þeim sem starfað hafa erlendis og fáir vita um á jafn greinargóðan hátt og rannsóknarblaðamaðurinn Hallur Hallsson. Halla Tómasdóttir er eflaust í hópi umdeildari frambjóðenda vegna áróðursstarfa sinna fyrir umskipti Vesturlanda að forskrift glóbalista. Hún talar um nýjan raunveruleika og flytur boðorð World Economic Forum til risafyrirtækja sem sinn boðskap til þjóðarinnar. Ekki furða að hún vilji breyta tónlistarhöllinni Hörpu í risa koltvísýringsmæli svo Íslendingar geti fylgst með hvernig þeim tekst að standa sig í keppninni að núll losun.

Mörg dæmi bar á góma um vókaða atburði nútímans eins og hæstarétt Kanada í jólasveinafötum sem verða ruglaðir ef þeir heyra orðið kona. Framleiðsla Frankensteinkjöts og skordýraát án vitundar menntaskólanema í Svíþjóð sem héldu að þeir væru að borða kjötfars. Enginn lét þá vita hvað var á boðstólum. Æ-i … nei, nei sagði einn nemandinn sem var spurð, hvort hún ætlaði að borða meira, þegar hún fékk að vita hvað var í matinn.

Smelltu á hljóðbandið hér að neðan til hlusta á þáttinn:

Loftslagsmyndin Hinn kaldi sannleikur er hér að neðan:

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð