Ef ég væri forsætisráðherra Íslands tæki ég næstu vél til Moskvu til að ræða við Pútín

Gústaf SkúlasonFriður, Gústaf Skúlason, Heimsmálin2 Comments

Viðtalið við Douglas Macgregor, ofursta, frá Bandaríkjunum hefur vakið verðskuldaða athygli. Var mest lesna fréttin á vefsíðu Fréttin.is í þrjá sólarhringa. Það er af hinu góða. Douglas Macgregor ræddi frið og friðarmöguleika á stríðinu í Úkraínu. Hann sagði það mikil mistök ríkisstjórnar Íslands að loka sendiráðinu í Moskvu og að Ísland hefði misst af miklu tækifæri til friðarumleitunar. Árið 1986 átti Ísland drjúgan þátt í atburðum heimssögunnar með friðarfundi Ronald Reagans Bandaríkjaforseta við Mikhail Gorbatjov aðalritara Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Heimurinn gjörbreyttist eftir þann fund.

Douglas Macgregor sagði um möguleika Íslands til að vera virkur þátttakakandi í að koma á friði í Úkraínu:

„Mér finnst að Evrópubúar hafi miklu hlutverki að gegna í þessu. Mér finnst að Ísland hafi misst af miklum möguleika hér. Vegna þess hversu Ísland er lítil þjóð og langt burtu frá vígvellinum, þá hefur Ísland mikla kosti til að koma inn á afgerandi og áhrifaríkan hátt til að binda endi á stríðið.“

„Ef ég væri forsætisráðherra á Íslandi, þá myndi ég pakka ferðatöskunni og fara til Moskvu. Ég myndi setjast niður með Pútín forseta eða utanríkisráðherranum Lavrov og segja: Tölum saman. Hvað viljið þið? Hvað þarf til að hætta þessu? Við munum vinna okkur út úr þessu, við munum finna leið út úr þessum ógöngum. Það væri stjórnmálamennska, það er það sem við þurfum svo sárlega á að halda.“

Friðarfundur Reagan og Gorbatjov í Reykjavík 1986 breytti heiminum
10/11/1986 Reagan, forseti Bandaríkjanna, og Gorbatjov, aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, á fundi í Höfða, Reykjavík (mynd © Hvíta húsið).

Það var meiriháttar afrek ráðamanna Íslands að skipuleggja fund þeirrra Regans og Gorbechev. Ögmundur Jónasson fv. þingmaður og ráðherra var fréttamaður á Ríkisútvarpinu þegar fundurinn frægi var haldinn í Höfða, Reykjavík, í október 1986. Ögmundur sagði í viðtali við Morgunblaðið:

„Hér iðaði allt af lífi. Það voru all­ir frétta­menn, ekki síst ís­lensk­ir, held­ur frétta­menn al­mennt með marg­fald­an skammt af adrenalíni í skrokkn­um þessa dag­ana.“

„Það voru mikl­ar von­ir bundn­ar við til­raun­ir til af­vopn­un­ar og ég er ekki í nokkr­um vafa um það að Gor­bat­sjov hafi verið mjög heill í þeim ásetn­ingi að reyna að ná ár­angri um af­vopn­un.“

Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóri Reykjavíkurborgar, átti mikinn þátt í undirbúningi fundarins. Davíð varð síðar forsætisráðherra á lengsta tímaskeiði sem nokkur hefur gengt þeirri stöðu á Íslandi. Það er mikill munur á afstöðu ráðamanna Sjálfstæðisflokksins nú samanborið við þá, þegar öll áhersla var lögð á samskiptin á milli deiluaðila til að þróa málin í friðarátt. Í dag einangra Sjálfstæðismenn sig frá slíku verkefni og hengja sig aftan í ESB og stríðshauka í Washington í utanríkismálum. Að Þórdís Kolbrún Gylfadóttir lokaði sendiráðinu er fáheyrt einsdæmi og ekkert þeirra ríkja sem mest er í nöp við Rússland hafa gert slíkt sem sýnir hvílík fáránleg viðbrögð íslensku ríkisstjórnarinnar voru. Hún hefði getað kallað sendiherrann heim og látið lægra settan embættismann annast samskiptin til að sýna andstöðu Íslands. Að loka sendiráðinu voru mikil mistök að mati Douglas Macgregor.

„Hvíta hús“ Reykjavíkur, Höfði, þar sem fundurinn frægi var haldinn.
Öll von ekki úti enn

Douglas Macgregor segir að glóbalistaelítan á Vesturlöndum vilji engan frið. Það sé stóri vandinn. Hann segir að fólk verði að losa sig við stjórnmálamenn sem glóbalistarnir með alla sína peninga og völd eiga ítök í. Það þurfi að kjósa inn nýja í þeirra stað sem vilja vinna fyrir þjóð sína.

„Fólk verður að losa sig við þessa menn, því þeir eru hættulegir okkur öllum. Við viljum ekki að þetta stríð haldi lengur áfram. Það getur aðeins orðið verra héðan í frá. Þetta verður að stöðva. Já. Þess vegna var Ísland svo árangursríkt með fund Ronald Reagan og Gorbatjov og ég held að Ísland gæti aftur orðið árangursríkt í þessum samskiptum.“

Katrín Jakobsdóttir er einn augljósasti virkjaði stjórnmálamaður glóbalismans á Íslandi í dag sem sérlegur sendiboði WHO sem eftir nokkrar vikur rífur fullveldið úr höndum landsmanna í heilbrigðismálum. Aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar syngja með í glóbalistakórnum sem stjórnar í gegnum hótanir um heimsendi, heimsstyrjöld, sýklafaraldra og fjármálakreppu. Hvílíkt lið. – Það liggur við að heyra megi fjallkonuna segja: „Þú ert rekin Katrín! Komdu þér í burtu!“

Hér að neðan má sjá myndskeið frá Reykjavíkurfundinum:

author avatar
Gústaf Skúlason

2 Comments on “Ef ég væri forsætisráðherra Íslands tæki ég næstu vél til Moskvu til að ræða við Pútín”

  1. McGregor segir satt, Ísland hefði möguleika a að miðla friði en það er ekki truverðugt að vera litill puðluhundur i Nato og gelta eftir þvi sem Us og Nato segir okkur að gera, Rússum þótti td vænt um okkur en nuna bera þeir enga virðingu fyrir okkur , umburðarlyndi þeirra gagnvart vestrinu er farið og skyldi engan undra…..

Skildu eftir skilaboð