Sigur fyrir Assange – Þetta getur gerst í framhaldinu

Gústaf SkúlasonGústaf Skúlason, Innlendar, Julian Assange, Ritskoðun1 Comment

Framsali Julian Assange til Bandaríkjanna er frestað eftir að dómstóll veitir honum rétt til að áfrýja. Ef stofnandi Wikileaks verður framseldur til Bandaríkjanna á hann á hættu að verða sakfelldur fyrir njósnir.

Verði Julian Assange framseldur til Bandaríkjanna á hann á hættu að fá mjög langan fangelsisdóm – allt að 175 ár fyrir birtingar Wikileaks árið 2010. Lekið var hundruðum þúsunda leynilegra hernaðar- og diplómatískra skjala, sem afhjúpuðu bandaríska stríðsglæpi og mannréttindabrot.

Assange hefur núna fengið rétt til að áfrýja ákvörðun Breta um að framselja hann til Bandaríkjanna, að því er blaðið Independent greinir frá. Ef dómstóllinn í London hefði ekki veitt Assange réttinn, þá hefði það getað leitt til þess að stofnandi Wikileaks hefði verið framseldur til Bandaríkjanna – þegar í dag.

Dómstóllinn hefur einnig gefið Bandaríkjunum þrjár vikur til að fullvissa Bretland um að Assange muni ekki eiga á hættu að fá dauðarefsingu verði hann fundinn sekur.

One Comment on “Sigur fyrir Assange – Þetta getur gerst í framhaldinu”

  1. Svo eru USA og UK að gala yfir mannréttindabrotum í Rússlandi.

Skildu eftir skilaboð