One Comment on “Fréttin óskar landsmönnum öllum Gleðilegra Páska!”

 1. Á þriðja degi eftir krossfestinguna sannaði Kristur guðlegan mátt sinn með Upprisunni. Fjöldi manns var vitni að sigri Frelsarans. En þessi atburður virkar fjarstæðukenndur, og margir neita að trúa á hið yfirnáttúrulega.
  En hversu yfirnáttúrulegt er það að Alheimurinn varð til úr ´engu´ og búi yfir hagstæðum skilyrðum svo að Líf geti þrifist á jörðinni?
  Þurfti til þess guðlegan mátt og forsjá?
  Nóbelsverðlaunahafinn Roger Penrose reiknaði líkurnar á því að út frá upphafspunkti verði til nytsamur Alheimur sem gefur af sér LÍF. Hann reiknaði líkurnar 1 á móti 10 í tíunda veldi í 123 veldi. Með öðrum orðum, það er mun líklegra að Jón Jónsson kaupi sér vikulega miða í Powerball lottóinu í USA og vinni hæsta vinningin vikulega alla sína ævi.
  Af Orði Guðs varð Alheimurinn til, það kennir Biblían okkur. Það er staðreynd að Náttúrulögin eru innbyggð í skammtaklæðum Alheimsins, og að allir Fastar eðlisfræðinnar eru mjög fínstilltir og nauðsynlegir. Alheimseggið bjó nefnilega yfir fjölmörgum einstökum Eiginleikum, aðeins þannig virkar Alheimurinn skilvirkilega.
  Guð hefur sýnt mátt sinn í verki, og Kristur sannaði tilvist Föðurins. Hann umbreytti sér eftir dauðann úr Efni yfir í Orku, og öfugt, fyrir framan fólk. Hann hafði fullkomið vald yfir Sköpunarverkinu.
  Frelsarinn bauð öllum að þiggja heimboðið, að endurfæðast í Anda og Sannleika. Hins vegar eru illir andar sem sveifa um heiminn og afvegaleiða fólk, og margir falla fyrir lyginni. Þeir fylgja svarta hirðinum inn í myrkrið. Jesús sagði, “Satan kemur jafnskjótt og tekur burt orðið sem í þá var sáð.” (Markús 4:15).
  Kristur er hið SANNA LJÓS. Jesús sagði, “Ef heimurinn hatar þig þá vitið að hann hataði Mig fyrr en þig”. (Jóhannes 15:18)”
  “Allt vald er Mér gefið á Himni og jörð”. (Matteus 28:18)
  Þegar púsluspilið er sett saman hvaða HEILDARMYND birtist?
  TILGANGUR eða tilgangsleysi?
  „Mun Mannssonurinn finna trúna á jörðu þegar Hann kemur?“ (Lúkas 18:8)

Skildu eftir skilaboð