Raunveruleikinn sigrar í Skotlandi

EskiErlent, Hatursorðæða, Kynjamál, Mótmæli, Ritskoðun, Transmál1 Comment

Ný lög um hatursglæpi og opinbera háttsemi tóku gildi í Skotlandi í gær. Lögin  sem tóku gildi á mánudaginn, gera það refsivert að koma með niðrandi athugasemdir byggðar á fötlun, trúarbrögðum, kynhneigð, sjálfsmynd (eða kynvitund) transfólks eða að vera intersex. Að vekja upp hatur á grundvelli kynþáttar, litarháttar eða þjóðernis  var þegar gert  ólöglegt í Bretlandi árið 1986.

Lögin yrðu strax vopnavædd og misnotuð gegn konum

Fjölmargir voru uggandi yfir hvernig lögunum yrði beitt gegn konum sérstaklega, því fjöldi karla sem skilgreina sig sem konur hefur verið í veldisvexti undanfarin ár og engir varnaglar tilstaðar til þess að greina á milli þeirra sem eru raunverulega að glíma við einskonar kynáttunarvanda og hverjir ekki.

Fjölmörg kvenfélög í Skotlandi, femínistar, samkynhneigðir og öðru fólki sem er annt um málfrelsi á Vesturlöndum hafa gagnrýnt heimastjórn Skotlands og Humza Yousaf, forsætisráðherra. Þau töldu lögin vera of víð og ganga of langt. Ef einhver móðaðist gæti sá sami kært aðra manneskju fyrir brot á lögunum, jafnvel undir nafnleynd. Refsirammi laganna heimilar allt að sjö ára fangelsi fyrir verstu brotin.

JK Rowling skerst í leikinn

Hinn heimsfrægi rithöfundur og skapari Harry Potter, JK Rowling tók til X, áður Twitter, og sýndi í verki andstöðu sína við lögin.

Hún hafði áður sagt að sjálfsmynd transfólks, eða kynvitund sé ekki eitthvað sem á sér stoð í hlutlægum raunveruleika.
Það væri fásinna að ætla að gera lýsingar fólk á raunveruleikanum ólöglegar ef þær móðgðu einhverja hlutaðeigandi. Hún tók sig til að gerði þráð þar sem hún tók fyrir karlmenn sem eru annaðhvort morðingjar, kynferðisafbrotamenn, yfirmenn kvennaathvarfa, fallnar sjónvarpsstjörnur eða kvenfrelsishetjur UN Women í Bretlandi. Þar lýsti hún nákvæmlega staðreyndum og hlutlægum raunveruleika ásamt skoðunum sínum.

Stanslausar kærur á Rowling

Lögreglan í Skotlandi var önnum kafin við að sinna kærum á Rowling í allan gærdag og í dag frá trans aðgerðasinnum og öðrum almenningi.

Hér má sjá þráð JK Rowling sem setti allt á hliðina í Bretlandi í gær:

Fóru fram á tafarlausa handtöku

Heykvíslarfólkið var svo æst að það var farið að fara fram á tafarlausa handtöku á rithöfundnum fræga, sem þó er stadd Vestanhafs fjarri góðu gamni á heimaslóðunum.

Fór svo að Rishi Sunak, forsætisráðherra, lýsti yfir stuðningi við málfrelsi JK Rowling og taldi að það sem hún hafi sagt og gert á netinu ætti ekki að vera refsivert.

Núna síðegis gaf Skoska lögreglan út yfirlýsingu þar sem hún segist hafa rannsakað meint brot Rowling síðan í gær og hefur komist að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir hegðun hennar á Twitter í gær, þá hefði hún ekki gerst brotleg við lögin.

Konur séu jafnar fyrir lögunum

Í viðbrögðum við yfirlýsingunni skrifaði Rowling á X: „Ég vona að sérhver kona í Skotlandi sem vill tala fyrir raunveruleika og mikilvægi líffræðilegs kyns verði öruggari eftir þessa yfirlýsingu og ég treysti því að allar konur – óháð félagslegri eða fjárhagslegri stöðu- verða jafnar fyrir lögunum.

„Ef þeir sækjast eftir einhverri konu fyrir einfaldlega að kalla mann karlmann, mun ég endurtaka orð þeirrar konu og þeir geta ákært okkur báðar í einu.“

One Comment on “Raunveruleikinn sigrar í Skotlandi”

  1. Í samræmi við stefnu frettin.is ætla ég að fara með nokkrar staðreyndir sem ritstjóri hlýtur að vera ánægð með. Fólk sem trúir á guð, hvort sem það er hinn kristni guð, guð múslima eða guð gyðinga eða hvaða guð sem mannkynið hefur fundið upp er andlega veikt fólk sem ætti umsvifalaust að vera lokað inná viðeigandi stofnun. Við eigum ekki að að spila með geðveilu þessa fólks og leyfa þeim að ala börn upp í þessum ranghugmyndum. Þetta fólk er stórhættulegt eins og sjá má á öllum þeim stríðum sem hafa verið framkvæmd í nafni einhvers guðs. Menn hafa meirisegja reynt að drepa börn sín af því að guð sagði þeim að gera það. Greinilega stórhættulegt fólk sem þarf á allri þeirri hjálp sem hægt er að veita þeim. Síðan er þetta fólk svo ruglað að það telur annað fólk sem trúir einhverju um sjálft sig sé vandamál og ræðst á það við hvert tækifæri á sama tíma og þau halda því fram að þeirra eigin trú sé sú eina rétta og guð þeirra boði umhyggju og kærleik. En það eru víst fáir sem sýna af sér meiri hroka og hræsni en trúað fólk sannfært í sinni geðbilun.

Skildu eftir skilaboð