Demókratar vilja skíra fangelsi eftir Donald Trump

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Utanríkismál, WokeLeave a Comment

Í síðustu viku lögðu repúblikanar fram ályktun um að skíra Dulles-flugvöllinn í Washington DC í höfuðið á Trump forseta. Guy Reschenthaler þingmaður repúblikana hefur lagt fram frumvarp um að Washington Dulles alþjóðaflugvöllurinn í Virginíu verði skírður „Donald J. Trump alþjóðaflugvöllur.“

Þann 29. mars flutti Reschenthaler tillöguna H.R. 7845 um hið nýja nafn alþjóðaflugvallarins. Sex meðflutningsmenn frá flokki Repúblikana standa að tillögunni: Troy Nehls, Charles Fleischmann, Paul Gosar, Barry Moore, Andrew Ogles og Michael Waltz.

Viðbrögð við tillögu um að skíra alþjóðaflugvöll í höfuð fyrrverandi forseta

Til að bregðast við þessari ráðstöfun kynntu demókratar í fulltrúadeildinni á föstudag eigin tillögu um að skíra alríkisfangelsi eftir Trump forseta. Þessi tillaga demókrata kemur í kjölfar þess, að þeir hafa í mörg ár unnið gegn lögreglunni t.d. með minni fjárframlögum og bókstaflega eyðilagt Bandaríkin með galopnum landamærum og hömlulausum fólksinnflutningi. Eftir margra ára fordæmalausar ofsóknir á hendur fyrrverandi forseta fannst þeim það krúttlegt að skíra fangelsi í höfuðið á Trump.

Á tveimur blaðsíðum leggja demókratar til að alríkisfangastofnun í Flórída fái nafnið „Donald J. Trump alríkisfangastofnunin.“  

Einhver gárunginn sagði að best væri að bæði flugvöllurinn og fangelsið fengi nafn Trumps. Hann gæti þá þegar hann verður endurkjörinn í haust flutt starfsmenn djúpríkisins beint í fangelsið sem ber hans eigið nafn.

Skildu eftir skilaboð