Bjarni tekur við forsætisráðuneytinu

frettinInnlent, StjórnmálLeave a Comment

Þingflokkar Sjálfstæðisflokksins, VG og Framsóknarflokksins hafa samþykkt tillögu um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, verður for­sæt­is­ráðherra.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks, verður fjár­málaráðherra. Innviðaráðuneytið, þar sem hann sat áður, kem­ur í hlut Vinstri grænna.

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir verður ut­an­rík­is­ráðherra, eft­ir stutta viðkomu í fjár­málaráðuneyt­inu.

Þetta kom fram í máli Bjarna á blaðamanna­fundi formanna rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja í Hörpu rétt í þessu.

Ríkisráðsfundur formlega boðaður

Forseti Íslands hefur boðað ríkisráðsfund á Bessastöðum í dag, þriðjudaginn 9. apríl klukkan 19:00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu.

Fundur fráfarandi ríkisstjórnar hefst sjö en að honum loknum hefst fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar eftir stutt hlé.

Kom­ist að niður­stöðu

Bjarni sagði það leiða af eðli máls að end­ur­skipa þyrfti í ráðherra­stóla við þess­ar aðstæður, eft­ir að Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra hefði farið yfir á ann­an vett­vang.

Flokk­arn­ir hefðu átt góðar viðræður síðustu daga.

„Og við höf­um kom­ist að niður­stöðu.“

Mik­il­vægt að halda rík­is­stjórn­inni áfram

Sig­urður Ingi sagði að flokk­un­um hefði fund­ist mik­il­vægt að halda rík­is­stjórn­inni áfram. Nefndi hann það mark­mið að ná niður þeirri verðbólgu sem verið hef­ur í efna­hags­líf­inu að und­an­förnu, og einnig verk­efni í tengsl­um við jarðhrær­ing­ar á Reykja­nesskaga og rým­ingu Grinda­vík­ur.

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, formaður Vinstri grænna, tók und­ir með starfs­bræðrum sín­um og sagði stór og þýðing­ar­mik­il mál fram und­an á þing­inu.

End­ur­skoðun á ör­orku­líf­eyri­s­kerf­inu og út­lend­inga­mál voru á meðal þeirra atriða sem hann nefndi. Þá talaði hann einnig um al­menn­ings­sam­göng­ur og borg­ar­lín­una, sem mik­il­vægt væri að klára.

Þá kom að lok­um fram í máli Bjarna að skipst verði á lykl­um og ráðuneyt­um á morg­un.

Að óbreyttu verður kosið í september á næsta ári

Bjarni Benediktsson, verðandi forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina byggja á traustum grunni. Það séu reynslumiklir stjórnmálamenn í þessari ríkisstjórn og gott traust á milli forystumanna.

Bjarni svaraði því ekki beint út hvenær næstu kosningar fara fram. Kosningar voru alla jafna að vori þar til stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk 2017. Síðan þá hefur tvisvar verið kosið að hausti, 2017 og 2021.

„Það er bara álitamál hvort það er einhver ástæða til þess að kjósa að vori en að óbreyttu verður kosið í september 2025.“

Hann sagði að það væri eðlileg krafa að sá flokkur sem fær flest atkvæði í kosningum geri tilkall til að leiða ríkisstjórn. Það væru frávik að láta aðra flokka leiða stjórn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið sveigjanlegur.

Bjarni sagðist engar áhyggjur hafa af fjármálaráðuneytinu í höndum Sigurðar Inga. Mikil vinna sé búin við gerð fjármálaáætlunar og fleira.

Hvað varðar næstu þingkosningar sagði Bjarni að kosið verði í september á næsta ári að óbreyttu.

Skildu eftir skilaboð