Rússland sakar bandaríska embættismenn og Burisma um að fjármagna hryðjuverkaárásir

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, HryðjuverkLeave a Comment

Æðsta rannsóknarnefnd Rússlands tilkynnti á þriðjudag að hún hefði hafið opinbera glæparannsókn á háttsettum embættismönnum í Bandaríkjunum og öðrum Nató-ríkjum sem eru grunaðir um að fjármagna hryðjuverk. Samkvæmt bandaríska The Gateway Pundit sem vitnar til The Moscow Times, þá sakar rússneska rannsóknarnefndin háttsetta bandaríska embættismenn, Nató-meðlimi og fyrirtækið Burisma Holdings, sem Hunter Biden tengist, um að fjármagna hryðjuverkaárásir sem hafa átt sér stað bæði innan og utan Rússlands.

Yfirlýsingin kom fram í myndbandi sem nefndin birti (sjá að neðan). Ekki er vísað til neinnar sérstakrar hryðjuverkaárásar en glæparannsóknin kemur aðeins mánuði eftir að 144 manns voru teknir af lífi í hryðjuverkaárás í Crocus tónlistarhöllinni í Moskvu í síðasta mánuði. Rannsóknarnefndin greinir frá því, að peningar frá viðskiptastofnunum hafi verið notaðir í Rússlandi til að „útrýma áberandi stjórnmálamönnum og opinberum persónum.“

Rannsóknarnefndin nefndi úkraínska orkufyrirtækið Burisma Holdings á nafn sem einn þeirra aðila sem hafa fjármagnað hryðjuverk. Hunter Biden, sonur Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sat í stjórn Burisma á árunum 2014 til 2019. Áður hafði komið fram, að Burisma Holdings var viðriðið fjármögnun á morðum á háttsettum Rússum.

 

Skildu eftir skilaboð