Viljum við fulltrúa WEF og Davos klíkunnar á Bessastaði?

frettinErlent, Innlent, Kosningar, Kristín Inga Þormar6 Comments

Kristín Inga Þormar skrifar:

Ég óttast að fólk sé grunlaust um hættuna af því að fá fólk sem er tengt WEF og Davos klíkunni inn á Bessastaði, enda hafa fæstir líklega heyrt um hana.

En hvað er þessi Davos klíka?

Í örstuttu máli sagt, þá er þetta hópur forríkra elítuglóbalista úr fjármála-, viðskipta- og fjárfestingageiranum, sem hittast í janúar á hverju ári í Davos í Sviss, og þangað kemur líka fólk úr ríkisstjórnum og stórfyrirtækjum víðsvegar að úr heiminum, ásamt frægum poppstjörnum, leikurum, og jafnvel kóngafólki.

Greta Thunberg er þar líka tíður gestur, eins og „mannvinurinn mikli“, Bill Gates, og þar hefur sést til forstjóra lyfjafyrirtækjanna sem bjuggu Covid „bóluefnin“ til á undraverðum hraða, og að sjálfsögðu mæta þangað líka fulltrúar Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninnar (WHO), Sameinuðu þjóðanna (SÞ), Nato og sjálfsagt fleiri.

Og ekki má gleyma Al Gore, sem er búinn að reyna að hræða úr okkur líftóruna með alls kyns dómsdagsspádómum um bráðnun íss og jökla, útdauða ísbjarna, að hafið sé að suðu komið og fleira í þeim dúr.

Þrátt fyrir stjarnfræðilegar greiðslur til hans hafa engir spádómar hans ræst, og hér má sjá 50 ára yfirlit yfir dómsdagsspár sem hafa að sjálfsögðu ekki ræst heldur.

Þessar Davos ráðstefnur eru haldnar að undirlagi Alþjóðaefnahagsráðsins/The World Economic Forum (WEF), sem var stofnað árið 1971 af Klaus Schwab, en lærimeistari hans var Henry Kissinger (horfið á þetta!)

Þar tekur þetta fólk ákvarðanir um framtíð mannkynsins, ræðir næstu „heimsfaraldra“, og hefur sagt að Covid hafi veitt (þeim) einstakt tækifæri til að endurræsa heiminn (The Great Reset), og vinna að því að koma á einni alheimsstjórn, að sjálfsögðu til að "bjarga heiminum".

Bak við tjöldin er endatakmarkið þó að fækka mannkyninu niður í „ásættanlegan fjölda“.

Þetta fólk flýgur til Davos í einkaþotum sínum, á meðan það prédikar um hamfarahlýnun af völdum okkar hinna, og að við verðum að fara að venja okkur á að éta pöddur.

Ég er búin að skrifa 20 blogg síðan árið 2021 þar sem WEF kemur við sögu, yfirlit yfir þau má finna hér.

Ógnin af "The Great Reset"

Hér er frábær yfirferð yfir hrollvekjandi plön þeirra um örlög okkar hinna, og hvernig Kína er mikil fyrirmynd þeirra.

Það er líka fróðlegt að lesa ummælin undir vídeóinu.

Forsetakosningarnar

Eins og staðan er í dag, þá eru þrjár konur í framboði til embættis forseta Íslands sem hafa tengingar við, og/eða eru að vinna fyrir WEF, Katrín Jakobsdóttir, Halla Tómasdóttir og Halla Hrund Logadóttir.

Ég hef nýlega skrifað tvær færslur um Katrínu Jakobsdóttur, þá fyrri um störf hennar „í þágu“ Íslands fyrir WEF, WHO og SÞ, og í þeirri síðari spyr ég hvort forseti Íslands eigi að verja hagsmuni Íslendinga, eða ókjörinna erlendra alþjóðastofnana.

Hallur Hallsson skrifaði nýlega beinskeytta grein um kolsvart elítu-framboð Höllu Tómasdóttur, sem lesa má hér.

Halla Hrund Logadóttir er "Agenda Contributor" hjá WEF.

Nái einhver þessara þriggja kvenna kjöri, sérstaklega Katrín, þá óttast ég að það muni hafa skelfilegar afleiðingar fyrir þjóðina, miðað við hversu mikið hún hefur þjónað þessum erlendu glóbalista öflum í forsætisráðherratíð sinni, í stað þjóðar sinnar.

Þess má líka geta að sökum starfa sinna hefur hún hitt og fundað með mörgum þjóðarleiðtogum sem hafa útskrifast úr "The Young Global Leaders" skóla Klaus Schwab, t.d. Emmanuel Macron, Jacinda Ardern, Angela Merkel og Justin Trudeau.

Það hefur ekki farið framhjá neinum að hún, og ríkisstjórn hennar hafa sent háar fjárhæðir (milljarða) til Úkraínu, og nú síðast til vopnakaupa í vonlausu stríði þar, svo hægt sé að drepa fleira fólk.

Heimurinn stendur á stórhættulegum tímamótum núna, við virðumst vera á barmi heimsstyrjaldar, og þessi illu öfl eru á góðri leið með að koma á einni alheimsstjórn, WHO reynir lævíst valdarán í 194 aðildarlöndum sínum (líka á Íslandi), og SÞ vinnur að innleiðingu þessara skelfilegu 17 heimsmarkmiða sinna(líka á Íslandi).

Ég er búin að skrifa 91 blogg síðan árið 2021 þar sem WHO kemur við sögu, yfirlit yfir þau má finna hér.

Aldrei í fréttum á RÚV „okkar allra“ né öðrum meginstraumsfjölmiðlum:

Svo hvað segir íslenska þjóðin?

Er hún sátt við að fulltrúi WEF og Davos klíkunnar verði næsti forseti Íslands, eða ætlar hún að hafna því?

Það kemur í ljós 1. júní 2024.

6 Comments on “Viljum við fulltrúa WEF og Davos klíkunnar á Bessastaði?”

  1. Hér er frambjóðandi sem bauð núverandi forsætisráðherra sæti sitt með því að stökkva frá skipi. Hún hefur ekki þurft að svara fyrir það. Frambjóðandi sem leynt og ljóst hefur unnið að því að skipta út þjóð, staðið hlutfallslega fyrir mesta innflutningi á „flóttafólki“ í mannkynssögunni og þurrausið innviði landsins. Svikið Grindvíkinga um þá hjálp sem þeim var lofað. Hún, sem ætlaði að taka utan um aldraða og öryrkja en henti brauðmylsnu í þá. Samt ætlar hún að verða verndari alls þess sem Íslenskt er. Þvílik þversögn. Katrin Jakobsdóttir hefur fyrirgert rétti sínum til að þjóna Íslendingum frekar. Nóg er komið.

  2. Arnar Þór er eini rétti frambjóðandinn, við þurfum réttsýnan einstakling sem passar upp á þjóðina. Katrín hefur ekkert gert fyrir þessa þjóð þau 16-17 ár hún hefur veirð á þingi nema að selja landið til ólýðræðiskjörinna stofnanna.

  3. Já Sævar. Hægri öfgamaður og rasisti er það sem þjóðin þarf á að halda. Gæji sem mundi ldrei taka afstöðu með þjóðinni gegn sérhagsmunum fyrirtækja. Af því rusli sem er að bjóða sig fram í ár tekur hann vinninginn í sjálfselskum drullusokkum. Gæji sem telur að konur séu þjónustustúlkur og kynlífsleikföng.

  4. Alltaf gaman að sjá inn í vinstri haus Einar, honum er yfirleitt stýrt af öfga fullum tilfinningum sem brjótast út í furðulegri hegðun og einfaldri hugsun. Þú getur kosið spillta öfga vinstri glóbalista sem tilbiðja menn í star wars búningum ef þú vilt. Í hennar tíð voru mestu umframdauðsföll sem hafa sést í landinu og hefur farið á bakvið þjóðina með leynisamningum og sitjandi sem fulltrúi ólýðræðislegra kjörinna stofnanna sem hún tekur fram yfir hagsmuni þjóðarinnar. Arnar er eini rétti kandítatinn. Ástþór og Jón Gnarr koma þar á eftir

  5. Hvar sást þú inní vinstri haus? Ekki er ég vinstri maður. Ástþór er sama tóbakið og Katrín, einstaklega fyndið að þú skulir telja hann góðan kost. Gnarr er aumingi sem styður gerendur og gefur skít í þolendur ofbeldis. Það er gæfulegt ruslið sem þú vilt sem forseta Sævar.

Skildu eftir skilaboð