Segja allar háhljóðflaugar „hafi hitt í mark“

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Ísrael, Stríð1 Comment

Loftvarnir Ísraela tókst ekki að slá út neinar af þeim háhljóðflaugum sem Íran notaði í árás sinni á skotmörk Ísraelshers á laugardag, að sögn íranska PressTV. Íranska PressTV greinir frá því, að „allar háhljóðflaugar sem Íranar notuðu í hefndarárás sinni á Ísrael hafi lent á skotmörkum þeirra.“ Ísraelsmenn segjast hafa skotið nær allar eldflaugar frá Íran niður.

PressTV fullyrðir, að Íranar hafi notað háhljóðseldflaugar sem hafa allt að tífaldan hraða hljóðsins. Þetta er í fyrsta skipti sem Íran beitir slíkum vopnum gegn raunverulegum skotmörkum. Samkvæmt PressTV eru háhljóðflaugar Írans „mjög meðfærilegar“ – sem þýðir að þær hafa ófyrirsjáanlegan feril sem ruglar loftvarnir andstæðinga. PressTV skrifar:

„Íran er eitt af fáum löndum sem búa yfir tækni til að framleiða háhljóðaflaugar sem geta ferðast á ótrúlegum hraða og hitt skotmörk sín af mikilli nákvæmni.“

Íranar eru m.a. sagðir hafa skotið á Nevatim flugvöll Ísraels, sem Íranar halda fram að hafi verið notaður til að gera árás Ísraelshers á ræðismannsskrifstofu Írans í Damaskus í byrjun apríl.

Sjá myndbönd af eldflaugaárásunum á myndskeiði X hér að neðan:

 

One Comment on “Segja allar háhljóðflaugar „hafi hitt í mark“”

  1. Að sögn Scott Ritter fyrrum vopnaeftirlitsmanns fyrir Bandaríkin í Sovétríkjunum að þá voru engar “hypersonic” flaugar notaðar heldur svokallaðar ballistic flaugar sem komu í kjölfar gríðarlegs fjölda eldflauga sem báru ekki sprengihleðslur heldur var eingöngu ætlað að yfirgnæfa varnarkerfin og greiða leið fyrir sprengiflaugar að skotmörkum sínum. Að hans sögn hittu 5 af 7 sprengiflaugum skotmörk sín.
    Íranir voru því ekki að nota sína bestu eldflaugatækni til að rjúfa varnir Ísraels heldur mun eldri tækni og senda skýr skilaboð til ísraels að Íranir geti auðveldlega náð til allra skotmarka í Ísrael ef þeir noti nýjustu eldflaugar í vopnabúri sínu ef til þess kæmi.
    Hér að neðan er viðtal við Scott.
    https://www.youtube.com/watch?v=l7n1QVrc0N8

Skildu eftir skilaboð