Sænskur almenningur hefur snarað saman 2, 6 milljónum sænskum krónum fyrir fjölskyldu Mikaels, 39 ára, sem var drepinn í suður Stokkhólmi í síðustu viku. Hrottamorðið hefur vakið mikla reiði meðal Svía og Hanif Bali, fyrrum þingmaður Móderata, sem stóð fyrir söfnuninni, skrifar á X að peningarnir verða sendir til sonar Mikaels og fjölskyldunnar.
Snertir okkur djúpt
Hanif Bali flytur einnig þakkarkveðju frá 12 ára gömlum syni Mikaels – sem varð vitni að morðinu á föður sínum – og frá móður drengsins, Isabell:
„Við viljum koma á framfæri innilegu þakklæti okkar fyrir þá umhyggju sem þið hafið sýnt með gjöfum ykkar. Það snertir okkur djúpt að fólk, – jafnvel þeir sem þekkja okkur ekki persónulega, geti opnað hjörtu sín og lagt sitt af mörkum til framtíðar sonar okkar. Örlæti ykkar og kærleikur hefur fyllt okkur ómetanlegu þakklæti og gefur okkur von um framtíðina. Við erum ævinlega þakklát fyrir stuðning ykkar. Leyfið okkur til samans með ykkur að vera þær fyrirmyndir sem við viljum sjá í samfélaginu og látum kærleikann vera leiðarvísir okkar í öllu því sem við gerum.
Með ást,
Móðir Isabell og sonur Mikaels“