Svíar hafa nýlega lagt 35 milljarða af skattfé landsmanna (um 453 milljarða ísl. kr.) í að styrkja loftvarnir landsins með bandaríska Patriot-kerfinu. En núna krefjast hátt settir stjórnendur Evrópusambandsins, að Svíar taki niður eigið loftvarnakerfi og sendi til Úkraínu. Fara Svíar eftir þessum kröfum mun Svíþjóð verða varnarlaust og skilja eigið landsvæði eftir óvarið.
Árið 2018 var tekin ákvörðun um kaup á bandaríska loftvarnarkerfinu Patriot. Þetta er liður í endurvopnun sænska hersins og dýrasta fjárfestingin eftir orrustuþotuna JAS Gripen. Endanlegt verð landaði á 35 milljörðum sænskra króna.
Þrýstingur á Svíþjóð að gefa loftvarnir sínar til Úkraínu
Núna eru uppi kröfur í Brussel um að Svíþjóð sendi allt Patriot-kerfið til Úkraínu í stað þess að endurbyggja eigin loftvarnir eins og áætlað var. Verði það gert, þá verður Svíþjóð varnarlaust fyrir loftárásum samtímis sem yfirvöld segja, að hættan á hernaðarárás frá Rússlandi er talin hafa aukist verulega.
Svíþjóð hefur áður sent skriðdreka hersins Model 122 til Úkraínu en Rússar hafa grandað stærstum hluta þeirra. Nú á að tæma herbúnað Svíþjóðar í loftvörnum.
Svartsýni um að Úkraína geti unnið stríðið
Það gengur illa fyrir Úkraínu í stríðinu. Margir eftirlitsmenn telja að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Rússland vinnur og fyrir þann tíma munu margir fleiri týna lífinu, óbreyttir borgarar og hermenn. Volodymyr Zelenskí, forseta Úkraínu hefur samt ekki glatað voninni um að snúa Úkraínustríðinu við og hræða rússneska björninn á flótta með aukinni hernaðaraðstoð erlendis frá. Hann krefst sömu aðstoðar eins og Bandaríkjamenn og Bretar veittu Ísrael við að slá út íranskar eldflaugar. Zelenskí sagði:
„Himininn yfir Úkraínu og himinninn fyrir ofan nágranna okkar verðskulda sömu vernd. Öll líf eru jafn mikils virði.“
Kröfur á Svíþjóð úr mörgum áttum
Þýskaland ákvað nýlega að senda eitt af Patriot kerfum sínum til Úkraínu. En meira þarf til og þess vegna beinast augun nú að Svíþjóð. Olafs Scholz, kanslari Þýskalands segir varðandi kröfuna um að Svíþjóð sendi sitt Patriot kerfi til Úkraínu:
„Allir verða að gera úttekt á eigin vörnum til að athuga, hvort þeir geti sent loftvarnakerfi til viðbótar, sérstaklega Patriot, því þeirra er þörf strax.“
Þrýstingurinn á Svía að leggja niður eigin vörn í þágu Úkraínu kemur einnig úr mörgum öðrum áttum. Á leiðtogafundi nýlega í Brussel kom til dæmis slíkt símtal frá Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Hún sagði:
„Við höfum haft samband við leiðtoga með slík varnarkerfi og beðið þá um að senda þau til Úkraínu. Það er þeirra landa að ákveða það, en þrýstingurinn er auðvitað mikil.“
Þegar Svíþjóð í huga, þá sagði hún að Úkraína vilji sex Patriot-kerfi til viðbótar og að „fólk í Evrópu veit hvar þau eru.“
„Í augnablikinu þurfa löndin ekki kerfin á sama hátt og Úkraína.“
Utanríkismálastjóri ESB bætist við hópinn
Enn öflugri rödd sem er á sömu línu, er utanríkismástjóri ESB, Josep Borrell. Hann hefur áður sagt að Evrópumenn verði að búa sig undir stórt stríð. Núna telur hann þess í stað, að ESB-ríkin ættu að veikja hernaðargetu sína og senda nauðsynlegan hernaðarbúnað til Úkraínu. Skilaboð Borrells eru:
„Við erum með Patriot, við erum með kerfi gegn vélmennum. Við verðum að taka þau út úr bröggunum okkar, þar sem þau eru í biðstöðu og senda til vígvallarins í Úkraínu.“
Auk Svíþjóðar hafa Ítalía, Frakkland og Spánn einnig Patriot-kerfi. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sem var á leiðtogafundinum í Brussel neitaði að svara spurningum blaðamanna um hvort sænska ríkisstjórnin íhugi að verða við kröfum ESB.
One Comment on “Krafa ESB til Svíþjóðar: Látið Úkraínu fá loftvarnarkerfið ykkar”
Rússar munu sigra í stríðinu mjög fljótlega. Hið mikla ´hernaðarveldi´ USA hefur sýnt það og sannað að þeir kunna lítið annað en að tapa stríðum. Evrópa er máttlaust, geta ekki einu sinni varið sín eigin landamæri. Allt þetta manntjón og kostnaður í Ukraínu er til einskis, og höfum það í huga að Rússar eru að taka til sín landsvæði sem hafa í hundruð ára tilheyrt Rússlandi og eru byggð Rússum að mestu leyti.