ESB: Hefðbundið stríð af fullum þunga í Evrópu ekki lengur nein ímyndun

Gústaf SkúlasonErlent, Evrópusambandið, Gústaf Skúlason, StríðLeave a Comment

Nýtt „hefðbundið stríð af fullum þunga í Evrópu“ í framtíðinni er ekki lengur nein ímyndun. Þetta skýrði Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, á þriðjudaginn. Hann varaði við því í ræðu á Forum Europa, að Evrópa gæti staðið frammi fyrir komandi stríði – og það vegna „rússneskrar ógnar“ við allt ESB. Borell sagði:

„Jafnvel þó að Úkraína sé enn ekki orðinn aðili að Evrópusambandinu er stríðið gegn Úkraínu ógn við sambandið í heild sinni. Við getum ekki aðskilið örlög úkraínsku þjóðarinnar frá örlögum ESB-þjóðarinnar, sérstaklega þar sem Pútín er staðráðinn í að láta upplausnarstarfsemi sína ná til alls sambandsins. Að skapa upplausn í samfélögum er ekki aðeins gert með sprengjuárásum. Þið munið sjá í næstu ESB-kosningum hvernig óstöðugleiki Rússa mun ógna lýðræði okkar.“

„Möguleikinn á hefðbundnu stríði í Evrópu er ekki lengur nein ímyndun.“

Í viðtali fyrr í vikunni neitaði Elon Musk, eigandi X, því að Rússar standi á bak við fjöldann allan af fölsuðum reikningum á samfélagsmiðlinum til að reyna að skapa óstöðugleika. Í raun og veru eru það Vesturlönd sem eru á bak við áhrifaaðgerðir á netinu, að sögn Musk.

Hér að neðan má heyra stríðshótun Evrópusambandsins:

 

Skildu eftir skilaboð