Aldrei áður hafa jafn margir getað kosið í alþingiskosningum eins og þeim sem hefjast í dag. 968 milljónir manna ganga að kjörborðinu á Indlandi á föstudag, þegar kosið verður um nýja ríkisstjórn landsins. Það eru fleiri en eru í Bandaríkjunum, ESB og Rússlandi samanlagt segir í frétt Reuters. Allt að 2.400 flokkar gefa kost á sér í kosningunum sem eru þær stærstu í heimssögunni.
Frá því í apríl 2023 hefur Indland verið fjölmennasta land heims með 1,428 milljarða íbúa. Indland fór þá fram úr Kína, sem hefur um það bil 1.409 milljarða íbúa.
Tekur tíma að fá fram kosningaúrslitin
Núverandi forsætisráðherra landsins, Narendra Modi, leiðtogi stjórnarflokksins „Bharatiya Janata Party (BJP)“ stefnir að því að verða endurkjörinn. Helsti keppinauturinn er frjálslyndi „Indian National Congress (INC)“ flokkurinn, undir forystu Mallikarjun Kharge.
Nokkur tími mun líða þar til endanleg kosninganiðurstaða liggur fyrir, sem verður ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir sex vikur. Alls kosningarnar í sjö áföngum og verður tilkynnt um sigurvegarann þann 4. júní.