Ráðlagt að yfirgefa ekki hótelherbergið í Malmö

Gústaf SkúlasonErlent, Eurovision, Gústaf Skúlason1 Comment

Áður en Eurovision fer fram í Malmö í næsta mánuði, þá hefur hver fréttin af annarri um gyðingahatur í þessari sænsku íslamavæddu borg birst í ísraelskum fjölmiðlum.  Ráðist var á ísraelska blaðamenn og gyðingum bannað að syngja ísraelsk lög á meðan Eurovision hátíðin stendur yfir. Núna koma fréttir af því, að ísraelska öryggisþjónustan telji ástandið svo slæmt í Malmö, að hún biður þátttakendur frá Ísrael að loka sig inni á hótelherbergjum sínum.

Fulltrúi Ísraels í Eurovision, Eden Golan, hitti nýlega fulltrúa Shin Bet öryggisþjónustunnar fyrir ferð sína til Svíþjóðar í næsta mánuði. Samkvæmt Times of Israel var Golan og teymi hennar ráðlagt að yfirgefa ekki hótelherbergi sín nema vegna lagaflutnings og opinbera atburði í heimsókn sinni til Malmö.

Í vikunni var tilkynnt að öryggisgæsla í Malmö hafi verið aukin í undankeppni Eurovision þar sem búist er við mótmælum gegn þátttöku Ísraela. Yfirvöld lofa „sýnilegum“ þungvopnuðum lögreglumönnum og liðsauka frá Danmörku og Noregi vegna Eurovision í maí.

Viðbrögð

Umbreyting Svíþjóðar úr friðsælu landi yfir í íslamskt og ofbeldisfullt vekur athygli – meðal annars hjá Elon Musk:

One Comment on “Ráðlagt að yfirgefa ekki hótelherbergið í Malmö”

  1. Ætli það sé ekki meira útaf reiði almennings í garð Ísrael vegna þeirra tugþúsunda barna sem þeir hafa myrt síðustu mánuði í bland við annan viðbjóð.

Skildu eftir skilaboð