Andstaðan við Frankensteinkjöt er „íhaldssamt menningarlegt öryggisleysi“

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Landbúnaður, MatvæliLeave a Comment

Árásum á nautgripabúskap hefur fjölgað að undanförnu. Öflin á bak við árásirnar vilja draga úr og að lokum útrýma nautakjötsframleiðslu bænda og skipta henni út fyrir „Frankensteinkjöt“ sem er búið til á tilraunastofum.

Nýlega var ráðist á nautakjöt með pólitískri hugmyndafræði hjá Bloomberg. Virðist sem að allir þeir sem eru á móti tilraunaræktuðu nautakjöti á rannsóknarstofum hljóti að vera hluti af hinu mikla samsæri hægrimanna gegn öllum hugsanlegum „framförum.“

Reynt að „hægrivæða“ gagnrýni á Frankensteinkjötið

Álitsdálkahöfundurinn Tyler Cowen lagði fram nýja kenningu sína í grein í Bloomberg nýverið:

„Hreyfingin gegn ræktuðu kjöti á rannsóknarstofum snýst um íhaldssamt menningarlegt öryggisleysi – óttann um að sum íhaldssöm menningarleg viðmið muni hverfa nema með þvinguðum lagasetningum.“

Það sem vakti reiði hans voru viðvarandi tilraunir íhaldssamra þingmanna og aðgerðasinna til að banna tilraunaræktað nautakjöt í ríkjum sínum. Áhyggjur sem komið hafa fram eru raunverulegar og hafa ekkert með pólitíska hugmyndafræði að gera. Hins vegar vilja öflin á bak við Frankensteinkjötið tryggja vinstri landamæri sín áður en þeir gera eigin rannsóknir. Með því að gera þetta að pólitísku máli, þá vonast þeir til að þagga niður í óákveðnum.

Sömu aðferðum beitt og gegn gagnrýnendum Covie-19 bóluefna

Samkvæmt Jason Nelson, stofnanda „Prepper All-Naturals“ þá hafa slíkar aðgerðir virkað áður og gæti virkað aftur varðandi nautakjötið. Hann sagði:

„Það minnir mig á hvernig þeir gerðu hreyfinguna gegn bóluefnunum að pólitísku máli. Þeir fóru í sálfræðileik til að sannfæra vinstrimenn um, að það að vera á móti Covid sprautum væru hægri sinnað viðhorf. Þeir slepptu því að minnast á, að í forystu breiðfylkingarinnar gegn bóluefnunum voru menn eins og Robert F. Kennedy Jr, Jim Carrey og Bill Maher.“

„Frankensteinkjöt“ sem ræktað er á rannsóknarstofum má líkja við bóluefnin að því leyti, að bannað er að hafa efasemdir um vísindin á bak við tilraunakjötið. Besta leiðin fyrir vísindamenn í matvælaiðnaði til að missa vinnu sína, styrki og trúverðugleika, er að spyrjast fyrir um öryggi og hagkvæmni Frankensteinkjötsins.

Það upplifði háskólinn í Davis, Kaliforníu, þegar þeir birtu rannsókn sem sýndi, að kjöt sem er ræktað á rannsóknarstofu er mun verra fyrir umhverfið en kjöt af nautgripum sem ganga í haga. Þrátt fyrir góð vísindi að baki rannsóknarinnar, þá var hún grilluð af hagsmunaöflum Frankensteinkjötsins.

Venjulegt nautakjöt með geymsluþol í 25 ár án rotvarnarefna

Prepper All-Naturals hefur heitið því, að taka aldrei tilraunakjöt sem ræktað er á rannsóknarstofum með í birgðir fyrirtækisins af nautakjöti til lengri tíma. Afurðir þeirra með góðgæti eins og „Ribeye, NY Strip og Tenderloin“ hafa 25 ára geymsluþol án þess að notuð séu rotvarnarefni. Nelson heldur áfram:

„Þeir vilja gera þetta pólitískt en þetta snýst í raun um að lifa af. Við spyrjum ekki viðskiptavini okkar hverja þeir kusu – okkur stendur á sama. Við viljum að Bandaríkjamenn geti haft nægjanlegt af hágæða nautakjöti í matarbúrinu, ef árásirnar á alvöru kjöt heppnast.“

Skildu eftir skilaboð