Ísraelskir fánar bannaðir í Eurovision

Gústaf SkúlasonErlent, Eurovision, Ísrael3 Comments

Búið er að banna að syngja ísraelsk lög í kringum Eurovision í Malmö og núna koma upplýsingar um, að ísraelskir fánar megi ekki sjást, eftir að Eden Golan, þátttakandi Ísraels í keppninni, kemur til borgarinnar. Ísraelska öryggisþjónustan Shin BetGolan hefur einnig ráðlagt söngkonunni að yfirgefa ekki hótelherbergið á meðan á dvölinni í Malmö stendur nema bara þegar hún nauðsynlega verður vegna söngvakeppninnar.

Aðdáendur Eden Golan í Malmö sem tengjast gyðingasöfnuði borgarinnar ætluðu að fagna söngkonunni áður en hún tæki þátt í seinni undanúrslitakeppninni þann 9. maí en lögreglan hefur afturkallað leyfi þeirra.

Jehoshua Kaufman, meðlimur safnaðarins, segir í viðtali við The Tímes of Ísrael:

„Lögreglan hefur bannað alls konar samkomur í kringum tónlistarsvæðið. Frá upphafi höfðum við fengið leyfi til að vera úti með ísraelska fána til að sýna stuðning en lögreglan skipti um skoðun og segir núna að allar slíkar sýningar séu bannaðar nálægt leikvanginum.”

Nils Norling, talsmaður lögreglunnar í Malmö, segir við blaðið, að lögreglan sé vel undirbúin fyrir Eurovision og sé viðbúin, að mótmælendur reyni að brjóta höftin. Lögreglan segjast einnig vilja eiga opið samtal við alla hópa.

Jafnframt heldur Norling því fram, að lögreglan geri sitt ítrasta til að vinna hlutlaust en leggur áherslu á, að hún muni hvergi hika við að bregðast við „hatursfullum yfirlýsingum.”

author avatar
Gústaf Skúlason

3 Comments on “Ísraelskir fánar bannaðir í Eurovision”

  1. Það er jákvætt og kominn tími á að setja svipuð lög á ísraelska fánann og trúartákn gyðinga og nasistatákn enda orðin svipaður hugsunarháttur hjá stjórnvöldum í Ísrael.

  2. Einar, þér er vorkunn. Það býr mikið hatur innra með þér. Þú ert sú tegund af mannveru sem myndir glaður leiða Gyðinga, Kristna, og aðra sem eru þér ekki að skapi að brennsluofnunum til útrýmingar. Eða loka inn á geðveikrahælum (eins og þú oft nefnir í skrifum þínum).

  3. Hafa þeir ekki haldið því fram sem stjórna þessari keppni að Eurovison keppnin eigi að vera hlutlaus þegar kemur að pólitík?
    Ég veit ekki betur að keppnishaldara hafi skitið hressilega í heyið með því að meina Rússlandi þáttöku, þá hefði ég haldi að Ísrael ætti að vera í sömu sporum?

    Mér er í rauninni slétt sama um þessa keppni enda hefur hún leyst upp í algjöra vitleysu og hefur nú orðið ekkert með söng eða lagasmíð að gera lengur, heldur svona meira innihaldslaus athyglis-sýning sem er ætluð kynvillingum.

Skildu eftir skilaboð