Endurræsingin mikla er ekki lengur kenning – hún er veruleikinn

Gústaf SkúlasonErlent, Fullveldi, WEF1 Comment

Hollenski lögfræðiheimspekingurinn Eva Vlaardingerbroek hélt ræðu um markmið glóbalistanna á ráðstefnu íhaldsmanna í Búdapest, Ungverjalandi nýlega.

Ræðu Evu Vlaardingerbroek má lesa hér að neðan í lauslegri þýðingu:

Halló, Ungverjaland, halló, Búdapest, halló, evrópufélagar og bandarískir vinir. Þakka ykkur kærlega fyrir boðið hingað. Leyfið mér að sleppa formsatriðunum í smá stund og kafa beint í efni sem er ekki svo skemmtilegt en afskaplega nauðsynlegt að ræða.

Eva Vlaardingerbroek.

Allir vita að tengsl eru á milli fólksinnflutningsins og glæpa

Leyfið mér að leiða ykkur gegnum síðustu sjö daga í Evrópu. Í vikunni voru þrjár eldri konur á sjötugsaldri stungnar um hábjartan dag á götu úti í Stokkhólmi. Í London voru fjórir stungnir á aðeins 42 klukkustundum.

Í París gerðu hundruð afrískra farandverkamanna uppþot á götum út. Í Brigolo sem einnig er í Frakklandi, var enn ein kirkjan brennd til grunna. Dömur mínar og herrar, þetta eru aðeins örfá atvik á örfáum dögum í okkar fallegu heimsálfu.

En við vitum öll að þessi tilvik eru engar tilviljanir lengur. Ef eitthvað sem er á hreinu, þá við vitum og ríkisstjórnir okkar líka, að það eru tengsl á milli fjölda fólksflutnings og glæpa. Í hollensku borginni Dordrecht gerðist áhugaverð hlutur um daginn.

Bjóða 1000 evrur vegna aukins öryggiskostnaðar

Þetta er lítil borg í Hollandi, í heimalandi mínu. Tilkynnt var að ný hælismiðstöð yrði reist í þessum litla bæ. Hvað gerði sveitarfélagið? Þeir sögðust ætla að bjóða íbúunum í nágrenni þessarar miðstöðvar þúsund evrur vegna aukinna öryggisráðstafana. Hinn nýi veruleiki okkar í Evrópu samanstendur af tíðum nauðgunum, hnífstungum, drápum, morðum, skotárásum og jafnvel afhöfðunum.

Gerum okkur það alfarið ljóst: Þetta gerðist ekki áður. Þetta er nýinnflutt vandamál.

Samuel P. Huntington spáði þessu fyrir meira en 25 árum síðan, þegar hann skrifaði, og ég vitna í, í nýjum heimi fjöldaflóttamanna, að útbreiddustu, mikilvægustu og hættulegustu átökin verða ekki á milli þjóðfélagsstéttanna. Þau verða ekki á milli ríkra og fátækra. Þau verða á milli fólks sem tilheyra mismunandi menningarheimum.

Ættbálkastríð og þjóðernisátök munu eiga sér stað innan siðmenningarinnar. Hann hafði svo sannarlega á réttu að standa. Það versta er, að við sem samfélag virðumst vera áhugalaus um málið.

Þegar annar hvítur drengur eða hvít stúlka deyja fyrir hendi innflytjanda þá hristum við kannski höfuðið, við andvörpum kannski, reiðumst jafnvel í eina eða tvær mínútur og svo höldum við áfram með líf okkar. Við tileinkum fjölskyldunni hugsanir og bænir, en ekkert breytist. Dömur mínar og herrar, hvað segir það um okkur? Þetta eru viðbrögð samfélags sem hefur þegar gefist upp.

Elítan hefur boðið óvininum inn og íbúarnir fá að greiða kostnaðinn

Samfélag sem þegar hefur sætt sig við ósigurinn. En er það satt? Höfum við gefist upp? Samþykkjum við virkilega hinn nýja veruleika sem leiðtogar glóbalistanna ætla okkur? Eitt er öruggt: Ef ekkert breytist, ef við förum ekki að berjast í alvöru fyrir álfuna okkar, fyrir trú okkar, fyrir fólkið okkar, löndin okkar, þá mun þessi tími sem við lifum á núna, fara til sögunnar sem tíminn, þegar vestrænar þjóðir voru sigraðar án þess að grípa þyrfti til innrásar fjandsamlegra herja. Þessi tími mun síðan fara í sögubækurnar sem tímabilið, þegar hin spillta elíta bauð árásaraðilann velkominn og lét ekki staðnæmast þar heldur lét hún þá innfædda líka borga fyrir það.

Allir sem hafa augu geta séð það. Það er verið að skipta út innfæddum hvítum kristnum evrópskum íbúum með sífellt meiri hraða. Leyfið mér að rökstyðja það með smá tölfræði frá heimalandi mínu.

Tökum höfuðborgina Amsterdam. Núna eru 56% íbúanna innflytjendur. Haag er með 58%  innflytjendur. Rotterdam, Tæplega 60% af íbúum Rotterdam eru farandfólk. Auðvitað koma flestir þessara innflytjenda frá löndum sem hvorki eru kristin né vestræn – frá Afríku og Miðausturlöndum. Niðurstaðan: Í meiri hluta borgum okkar er búið að gera Hollendinga að minni hluta.

70% íbúa Brussel eru innflytjendur

En lítum áfram. 54% af íbúum London eru innflytjendur. Sama niðurstaða, þeir innfæddu eru komnir í minni hluta. Brussel kom mér á óvart, 70% íbúanna eru innflytjendur. Niðurstaðan:  innfæddir íbúar komnir í minni hluta. Aðrir Evrópubúar munu að sjálfsögðu fara fljótlega sömu leið, ef þeir hafa ekki gert það nú þegar.

Ég ætla því að draga hina forboðnu ályktun hér: Umskiptakenningin mikla er ekki lengur nein kenning. Hún er orðin að veruleika.

Það sem er athyglisvert við umskiptin er, að yfirvöld munu annað hvort afneita tilvist þeirra og segja, þegar þau viðurkenna umskiptin, að það sé gott að innfæddir Evrópubúar verði ekki lengur meiri hluti í eigin heimsálfu. Frans Timmermans, þjóðarskömm Hollands sem fékk viðurnefnið loftslagspáfi,  sagði þegar árið 2015 að fjölmenningin væri hlutskipti mannkyns. Í Evrópu yrði fjölmenning.

Að sjálfsögðu held ég að við vitum öll hvað þeir meina með orðinu fjölmenning „diversity.“ Það þýðir minna af hvítu fólki, minna af okkur. Ímyndið ykkur slíkt í Asíu- eða Afríkulandi.

Ímyndið ykkur, að leiðtogar þeirra gleðjast yfir því að þjóð þeirra verði fljótlega ekki lengur meirihluti í eigin landi. Algjörlega óhugsandi. Ólýsanlegt.

Valdhafar hafa tekið upp nýmarxíska gagnrýna kynþáttakenningu

Svo, hvað í ósköpunum er að leiðtogum okkar? Sú undirliggjandi tilfinning um það sem þeir segja er alltaf sú sama. Valdhafarnir halda því fram að hvíta fólkið séu illmenni og að saga okkar sé á einhvern hátt frábrugðin sögu annarra í grundvallaratriðum. Meðvitað eða ómeðvitað hafa þeir tekið upp nýmarxíska gagnrýna kynþáttakenningu og lygar hennar gegn hvítu fólki.

Þess vegna eru einræðisherrarnir í Brussel að reyna að þvinga ykkur ungverska þjóð, fullvalda þjóð, til að taka við innflytjendum þrátt fyrir að íbúarnir segi nei og ríkisstjórnin líka. Enginn vafi er á því heldur, að meirihluti Hollendinga hefur ekki beðið um þetta. Á sama hátt og Brussel er að neyða Ungverjaland til að taka á móti innflytjendum, þá gera þeir það sama núna jafnvel í minnstu bæjum Hollands.

Ekkert má vera hollenskt í hefðbundnum skilningi orðsins. Enginn hluti Evrópu má vera evrópskur. Það er ekki erfitt að skilja hvers vegna.

Ef eldri Evrópa verðu áfram til á vissum stöðum, þá munu menn geta borið nýju Evrópu saman við þá gömlu og orðrómurinn mun berast um að þeir vilji frekar þá gömlu. Þess vegna hata evrókratar Ungverjaland svo mikið. Skilaboð þeirra eru skýr.

Skilaboðin eru skýr: Burtu með lífshættina og kristna trú, burtu með þjóðríkin

Lífshættir okkar, kristin trú, þjóðir okkar, allt verða að fara undantekningarlaust. Framtíðarsýn þeirra er hin nýfrjálslynda, óþekkjanlega Evrópa, þar sem allar borgir verða líkt og Brussel: Ljót, skítug, óörugg, núll félagsleg samheldni, þar sem byggingarnar eru stöðugt í byggingu og virðast aldrei nokkurn tíman klárast og loksins þegar þær gera það, þá verður útkoman á einhvern hátt ljótari en dæmið sem byrjað var á.

Hvað verður skilið eftir hjá okkur? Varanlegt ástand einangrunar, ruglings og ráðleysis. Dömur mínar og herrar, velkomin í hina nýju heimsskipun. Svo hvað er þá mótefnið? Sterk, kristin Evrópa fullvalda þjóðríkja.

Við þurfum þess vegna að hafna alfarið þeirri lygi, að þjóðarhyggja valdi stríði. Það er ekki þjóðarstefnan eða fullveldi þjóðarinnar sem veldur stríði. Það er útþenslustefna.

Þeir sem rífa niður fullveldi Evrópuríkja segja samtímis að gera verði allt til að verja fullveldi Úkraínu

Og hvar í Evrópu finnum við hana nú á dögum? Á einum og aðeins einum stað: Brussel. Er það ekki fyndið hvernig sama fólkið sem eyðir fullveldi þjóða okkar og elskar að gera það og lætur öll völd í hendur evrókratanna í Brussel, að þetta sama fólk segir núna við okkur, að við þurfum að eyða milljörðum og milljörðum evra í fullveldi Úkraínu? Þetta er satt að segja brandari, frekar sjúkur, dýr og hættulegur brandari. Í nýlegu viðtali var ég spurð af viðmælanda, hvort ég héldi að ég hafi einhvern tíman gengið of langt? Hvort ég væri allt of róttæk? Ég hugsaði málið í smástund og sagði nei.

Nei, ég held að ég gangi ekki of langt. Satt best að segja, dömur mínar og herrar, þá held ég að við göngum ekki nógu langt í Evrópu. Mér finnst – ef við hugsum virkilega um hina undirbúnu, skipulögðu árás á siðmenningu okkar, þá gerum við ekki nóg.

Gerum við nóg til að stöðva árásina á fjölskyldur okkar, á heimsálfu okkar, á lönd okkar, á trú okkar? Þegar við heyrum um annað morð, aðra hnífstungu á ungu, saklausu barni, gerum við nóg? Þegar við vitum að fullveldi þjóða okkar hefur verið afhent til Brussel á innan við eina öld, gerum við þá nóg? Þegar við fréttum að kristin börn í Þýskalandi séu nú að snúast til íslam til að aðlagast, gerum við þá nóg? Ég held ekki. Alræðisstofnun Evrópusambandsins þarf að falla. Ég skal hafa það á hreinu: ég trúi ekki á umbætur.

Það verður að eyða Babelturninum

Þegar grunnur stofnunarinnar er rotinn, sem er raunin í Brussel, þá er hægt að endurbyggja húsið ofan á hvað sem er en það mun samt molna sundur. Þannig að eina svarið er, að það verður að eyða Babelturninum. Dömur mínar og herrar, við erum dætur og synir stærstu þjóða á jörðinni.

Við þurfum að spyrja okkur, hvað hefur komið fyrir okkur? Hvaðan komum við? Og það sem meira er, hvert erum við að fara? Valdhafar okkar hafa lýst yfir stríði á hendur okkur og núna er kominn tími fyrir okkur að herklæðast Guði, berjast á móti og sigra. Þakka ykkur kærlega.

Eva Vlaardingerbroek

Hér að neðan má sjá og heyra hljóðbúta og einnig alla ræðuna sem Eva Vlaardingerbroek hélt á ráðstefnu íhaldsmanna í Brussel:

 

One Comment on “Endurræsingin mikla er ekki lengur kenning – hún er veruleikinn”

  1. Það ber að líta á þjóðfélag sem íbúð í húsi, í hverri íbúð býr fjölskylda. Hvað gerist ef fjölskyldan byrjar að bjóða ókunnugu fólki herbergi (fólki sem talar jafnvel ekki sama tungumál og aðrir heimilisbúar)? Og hvað gerist þegar ókunnungir ná yfirhöndinni í íbúðinni? Verða jafnvel í meirihluta. Það er að sjálfsögðu glórulaus klikkun að láta annað fólk af ólíkum uppruna taka yfir íbúðina sem þú átt. En þetta er að gerast í fjölmörgum löndum á Vesturlöndum. Fjölmenningin kallar fram sundrung á meðal fólks í íbúðinni með tíð og tíma, þetta er óheillavæn þróun. Og gagnast aðeins valdaelítunni (og þess vegna er þetta að gerast).

Skildu eftir skilaboð