Bandaríski grínistinn Jerry Seinfeld telur að kenna megi „pólitísku rétttrúnaðar kjaftæði“ og „öfgavinstri“ um, að ekki séu lengur neinir fyndnir þættir í sjónvarpinu. Jerry Seinfeld bendir á, að í dag þurfi að endurskoða sjónvarpsbrandara og þeir samþykktir af mörgum stofnunum, sem í rauninni drepur grínið.
Árið 1989 var fyrsti þátturinn af grínþáttunum „Seinfeld“ sýndur. Þættirnir urðu fljótt vinsælir og leikararnir þekktir út um allan heim. Enn þann dag í dag eru þættirnir taldir meðal bestu grínþátta sem hafa verið gerðir.
Aðalmaðurinn er í dag orðinn þreyttur á takmörkum sjónvarpsins og hversu auðveldlega allir móðgast í dag. Hann hefur því snúið sér að uppistandi og telur það snið vera minna undir stjórn pólitísks rétttrúnaðar. Seinfeld segir í viðtali við The New Yorker:
„Áður fyrr var það þannig, að þú fórst heim í lok dags og flestir sögðu: „Ó, Cheers er í sjónvarpinu; ó, M*A*S*H er á; ó, Mary Tyler Moore er á; Allt í fjölskyldunni er á.“
„Þú áttir von á því, að það væri eitthvað skemmtilegt sem hægt væri að horfa á í sjónvarpinu í kvöld. En gettu hvað? Hvar eru þættirnir? Þetta er afleiðing af öfga vinstrinu og rétttrúnaðar dellunni – og fólki sem er svo hrætt að móðga aðra.“
„Þegar þú skrifar handrit og það fer í gegnum fjórar eða fimm mismunandi hendur, nefndir, hópa – „hér er skoðun okkar um þennan brandara“ – þar endar grínið þitt.“
Vita ekki hvað þeir eru að tala um
Að sögn Jerry Seinfeld er uppistandsformið heiðarlegra – því þar eru það áhorfendur frekar en ýmsir yfirmenn sem hafa áhrif á skemmtikraftana og segja skýrt, þegar grínistinn er „á rangri leið.“
„Hjá sumum grínistum skemmtir fólk sér yfir því, að þeir fara yfir strikið og við hlæjum öll að því. En aftur, það eru uppistandararnir sem hafa raunverulega frelsið til að gera það, því engum öðrum er kennt um ef ekki gengur vel.“
Seinfeld hefur áður sagt frá því, hvernig hann hefur verið varaður við því að koma fram í framhaldsskólum og háskólum vegna mikillar útbreiðslu á pólitískum rétttrúnaði:
„Þeir vilja bara nota þessi orð – ‘þetta eru kynþáttafordómar, þetta er kynferðislegt, þetta eru fordómar.’ Þeir vita fjandanum ekki, hvað þeir eru að tala um.“