Hinir útvöldu

frettinInnlent, Jón Magnússon, KosningarLeave a Comment

Jón Magnússon skrifar:

Óbreyttur alþýðumaður Eiríkur Ingi Jóhannsson hefur gefið kost á sér í kjöri til forseta Íslands. Þegar hann og ferill hans er skoðaður sést að þar fer einarður maður, sem gefur sig ekki jafnvel ekki í fulla hnefana, hvort heldur er í baráttu við náttúruöflin eða stórfyrirtæki. E.t.v. er það þessi eðliskostur þeirra sem samsamað geta sig með Bjarti í sumarhúsum, sem gerir Eírík Inga athyglisverðan sem frambjóðanda. 

Einn frambjóðenda til forseta, vekur Eiríkur athygli á því forgangsmáli, að við sem frjálst og fullvalda ríki tökum stjórn á eigin landamærum og stöðvum þá óreiðu sem þar ríkir.

Eiríkur Ingi Jóhannsson.

Hjörtur J. Guðmundsson blaðamaður hefur vakið athygli á þeim málum í frábærum blaðagreinum sínum að undanförnu og sýnt fram á með gildum rökum hve mikilvægt það er að ganga úr Schengen.

Fullkomin óreiða ríkir á landamærunum og hefur gert í langan tíma. Fróðlegt verður að sjá hvort aðrir frambjóðendur taka undir með Eiríki Inga, eða hvort fjölmiðlar og meðframbjóðendur hans reyna að þegja þessi sjónarmið í hel.

Ólafur Ragnar Grímsson fyrrum forseti gerði eitt sinn grein fyrir því sjónarmiði, að hingað ættu ekki að streyma peningar frá auðveldum olíugróðans til að byggja moskur og viðræðum við forustumenn þess ríkis sem beitt hefur sér fyrir moskubyggingum í Evrópu. Þetta ríki Saudi Arabía tekur ekki við neinum hælisleitendum,þó þeir séu frá Sýrlandi, Palestínu, Líbanon eða Íran, en sendir þá til Evrópu.

Sjálfstæði og fullveldi Íslands er viðkvæmt mál og smáþjóð þarf alltaf að vera á verði gagnvart þeim öflum sem vilja ná tökum, stjórnmálalega,viðskiptalega eða trúarbragðalega hvort heldur,  það er Evrópusambandið, Davos eða Íslam. 

Ísland sem sérstakt ríki í þjóðahafinu verður að gæta að öllu því sem íslenskt er, tungu, menningu, trú og siðum. Það verður ekki gert nema þjóðin taki að fullu stjórn á landamærunum og taki upp grundvallarviðhorf hinnar hagsýnu húsmóður „að eyða ekki um efni fram.“ Nauðsynlegt er að á öllum stigum veljist því fólk sem hefur þá mikilvægu yfirsýn, þó skorti á kufla fræðanna.

Skildu eftir skilaboð