Margir fara til útlanda í frí en það hafa ekki allir efni á því lengur. Verðbólga og aðgerðir í loftslagsmálum hafa gert flugferðir 50% dýrari bara á tveimur síðustu árum. Þetta sýna nýlegar tölur frá sænsku hagstofunni.
Þar til fyrir nokkrum árum hækkaði verð á flugi til útlanda minna en vísitala neysluverðs (VNV). Eftir stígandi verðbólgu og græna losunarstefnu verður sambandið hið gagnstæða.
Aldrei verið hærra
Caroline Neander, hagfræðingur hjá Hagstofu Svíþjóðar segir:
„Við höfum aldrei nokkurn tíma séð hærra verð á millilandaflugi á fyrsta ársfjórðungi en í ár. Verð á leiguflugi hefur hækkað um 40% miðað við árið 2022.“
Mynstrið byrjaði að sjást þegar fyrir 10 árum og flugferðir hækkuðu meira í verði en vísitala neysluverðs. Á síðustu tveimur árum hefur þetta sprungið. Neander útskýrir:
„Meðalverð í millilandaflugi fyrstu þrjá mánuði ársins hefur hækkað nærri tvöfalt meira en vísitala neysluverðs. Millilandaflug hefur orðið tæplega 63% dýrara á sama tíma og vísitala neysluverðs hefur hækkað um rúm 32%.“
Loftslagspakki ESB „Fit for 55″ er stærsti bófinn
Loftslagspakki ESB „Fit for 55“ eru stöðugt uppfærð lög til að minnka losun um a.m.k. um 55% fyrir árið 2030. Þegar hefur verð t.d. á rafmagni rokið upp úr öllu valdi. Fyrirtæki og einstaklingar ásamt atvinnusamtökum og verkalýðsfélögum mótmæla og segja að Græn gjöf ESB eyðileggi grundvöll heilbrigðrar atvinnu innan sambandsins. Núna fær almenningur að kenna á því í stórhækkuðum flugfargjöldum.
Að auki verða bátsferðir einnig umtalsvert dýrari. Stjórnmálamenn ESB sem aðhyllast heimsendaspár sögðu pakkann vera „sögulegan“ þegar hann var negldur í gegn um ESB-þingið. Hjá almenningi hefur engin slík hylling til pakkans heyrst enn…..