Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Hvað er hægt að hugsa sér dásamlegra fyrir kvenfólk en þær fréttir að trans-konan (karlmaður sem skilgreinir sig sem konu) Lia Thomson megi keppa á Olympíuleikunum. Keppa við aðra karla, sama kyn og hann er fæddur. Dásamlegt að hann megi halda áfram keppni nú við sama kyn og hann er.
Lia Thomson hefur haft yfirburði í kvennaflokki þannig að eftir var tekið. Það gerist iðulega þegar kynjunum er blandað saman í flokka. Karlmenn hafa meiri styrk en konur og því árangur þeirra betri. Þetta má sjá í öllum íþróttagreinunum þar sem menn hafa ekki haft þor til að taka á málunum. Ekki haft dug í sér að stoppa trans-konur (karlmenn sem skilgreina sig sem konur). Konurnar blæða. Konurnar tapa. Vanvirðing við konur.
Vonandi líður ekki á löngu þar til þessi tegund af karlmönnum (trans-konur) verði útilokaðir frá öllum kvennaíþróttum.
Lesa má um málið hér.
One Comment on “Sigur fyrir kvennaíþróttirnar”
trans-konur hafa líka verið dómínerandi á skákmótum kvenna og það reynir ekki mikið á líkamlegan styrk í þeirri íþrótt