Dullarfullur dauði uppljóstrara Boeing

Gústaf SkúlasonErlent, Flugsamgöngur, RitskoðunLeave a Comment

Á þriðjudaginn lést hinn 45 ára gamli Joshua Dean eftir tveggja vikna sjúkrahúsdvöl. Dean starfaði sem gæðaeftirlitsmaður hjá undirverktaka Boeings, Spirit Aerosystems. Hann varaði snemma við vandamálum með flugvélagerðina 737-Max sem Flugleiðir nota mikið af í dag. Hann er annar uppljóstrarinn sem deyr við dularfullar aðstæður á stuttum tíma.

Varaði snemma við

Fyrrum gæðaeftirlitsmaður hjá Boeing, Joshua Dean, varð aðeins 45 ára gamall.

Dean var lagður inn á sjúkrahús fyrir tveimur vikum eftir að hafa þjáðst af skyndilegum öndunarerfiðleikum svo hann þurfti á aðstoð við öndunina. Á sjúkrahúsinu fékk hann bæði lungnabólgu og bakteríusýkingu sem sögð er hafa valdið dauða hans. Lögreglan grunar að um sjálfsvíg sé að ræða.

Einn af lögfræðingum fjölskyldunnar, Robert Turkewitz (auk Robert Turkewitz vinnur lögfræðingurinn Brian Knowles einnig fyrir fjölskylduna), segir við NBC-News að:

„Joshua var í góðu formi, borðaði hollan mat og hreyfði sig, sem gerir það að verkum að skyndilegur dauði virðist undarlegur.“

Dean var einn af þeim fyrstu sem vakti athygli á vandamálum með nýju 737-Max tegund flugvéla frá Boeing. Þrátt fyrir hótanir um hefndaraðgerðir, þá hélt hann því fram að stjórnendur fyrirtækisins forðuðu sér frá því að laga ákveðna framleiðslugalla á flugvélinni.* Í apríl 2023 var hann rekinn úr starfi hjá Spirit Aerosystems og í kjölfarið byrjaði hann að tala opinberlega um ríkjandi misferli.

Annað andlátið á skömmum tíma

John Barnett vann í 30 ár hjá Boeing. Hann fannst látinn í bíl sínum 62 ára gamall.

Hinn 62 ára gamli John Barnett – sem starfaði hjá Boeing í 30 ár – fannst látinn í bíl sínum í byrjun mars í Charleston (Suður-Karólínu) með skotsár í höfði. Talið var að hann hafi framið sjálfsmorð en lögfræðingar hans mótmæltu því harðlega. Barnett – sem var í Charleston vegna málssóknar gegn Boeing – starfaði fyrir flugvélaframleiðandann í þrjá áratugi.

Árið 2017 talaði hann um hugsanlega „skelfilega“ öryggisáhættu flugvélagerðarinnar 787 -Dreamliner. Stjórnendur Boeing hafa hlotið gagnrýni fyrir þöggunarmenningu fyrirtækisins sem hefur ekki aðeins áhrif á stjórn fyrirtækisins og gæði framleiðslunnar. Fyrst og síðast snýst málið um öryggi farþega.

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð