Mikil aukning hatursbrota gegn gyðingum

Gústaf SkúlasonErlent, Gyðingar, Hatursorðæða2 Comments

Á tímabilinu 7. október – 31. desember 2023 greindi afbrotavarnaráð Svíþjóðar, Brå, samtals 110 hatursglæpi gegn gyðingum. Er það um fimm sinnum meira en á sama tímabili árið áður.

Eftir árásina á Ísrael 7. október 2023 og þá ofbeldisfullu þróun sem fylgdi í kjölfarið, hafa borist fregnir bæði í Svíþjóð og á alþjóðavettvangi um aukna ógnir gegn gyðingum og vaxandi gyðingahatur.

Brå hefur farið yfir allar skýrslur sem lögreglan merkir sem hatursglæpi í lok árs 2023 og borið þær saman við sama tímabil árið 2022.

Rannsóknin sýnir að alls var tilkynnt um 110 hatursafbrot gegn gyðingum á tímabilinu 7. október – 31. desember 2023 sem var nærri fimm sinnum meira miðað við sama tímabil árið áður. Um það bil 20% afbrota haustið 2023 tengjast Hamas-árásinni 7. október eða stríðinu á Gaza í kjölfarið. Jon Lundgren, rannsóknarmaður hjá Brå, segir í erindi:

„Meðal annars er um að ræða veggspjöld og yfirlýsingar gegn gyðingum í tengslum við mótmæli en einnig hótanir og brot gegn einstaklingum með gyðingabakgrunn sem kennt er um aðgerðir Ísraela á Gaza.“

Meirihluti allra ákæra haustið 2023 flokkast undir æsingu gegn þjóðfélagshópum 39% og skemmdir 28% en voru á sama tímabili árið 2022 38% og 24%.

2 Comments on “Mikil aukning hatursbrota gegn gyðingum”

  1. Sjálfskaparvíti en það má náttúrulega ekki ræða það því þá er maður um leið orðinn að gyðingahatara…

  2. Ef einhver vill ekki hafa kött á heimilinu, er það ekki vegna þess að hann hati ketti. Honum finnst bara að kettir eigi ekkert erndi í hans húsakynnum.
    Íslendingar mega alveg hafa álit á því hverjir dvelja á landinu, án þess að eitthvað hatur sé með í spilinu !

Skildu eftir skilaboð