Sænsk yfirvöld senda frá sér aðvörun vegna Eurovision í Malmö

Gústaf SkúlasonErlent, EurovisionLeave a Comment

Krisinformation.se er vefsíða sem miðlar upplýsingum frá almannavörnum Svíþjóðar og öðrum ábyrgum aðilum í tengslum við kreppu og/eða alvarlega atburði. Almannavarnir heita á sænsku „Myndigheten för samhällsskydd och beredskap, MSB“ og þau hafa opnað sérstaka vefsíðu um hættur vegna Eurovision í Malmö.

Þegar ákveðið var að skipuleggja Eurovision í Malmö, sem af gyðingum er talin höfuðborg gyðingahaturs í Evrópu, þá er hættumyndin almennt hærri en venjulega. En vegna stríðs Ísraela gegn hryðjuverkasamtökum Hamas er hættustigið enn þá hærra.

Í næstu viku er búist við, að um 100.000 manns komi til borgarinnar til að taka þátt í hinum ýmsu viðburðum í tengslum ​​við Eurovision.

Gestir Eurovision munu verða varir við fjöldan allan af lögreglumönnum í Malmö vikuna á með tónlistarkeppnin stendur yfir. Sumir lögreglumenn verða þungvopnaðir m.a. með hríðskotabyssum. Aukin viðvera lögreglu er viðhöfð til að auka öryggi fyrir þátttakendur og gesti á meðan atburðurinn stendur yfir.

Yfirvöld vara við því, að Svíþjóð sé skotmark áróðurs og hvetja fólk til að

„vera sérstaklega á varðbergi þegar kemur að áróðri sem miðar að því að skapa sterkar tilfinningar.“

Hér að neðan má sjá nokkur dæmi (á sænsku) á samfélagsmiðlum:

Skildu eftir skilaboð