Verktaki CIA segir að CIA hafi njósnað um Trump og haldið upplýsingum frá forsetanum

Gústaf SkúlasonErlent, Njósnir, TrumpLeave a Comment

James O’Keefe fyrrum stofnandi „Verkefnis sannleikans“ greindi frá því nýlega, að hann væri að koma með eina stærstu uppljóstrun á ferli sínum. O’Keefe sagði:

„Ég er með sönnunargögn sem afhjúpa CIA á myndavélinni minni. Ég er að vinna að því að birta frásögn sem ég tel að sé sú mikilvægasta á ferlinum.“

„Haldið þið að það sé einhver tilviljun að ég verði fyrir endalausum árásum í augnablikinu? Þetta er augljóslega háþróuð aðgerð til að koma í veg fyrir að ég birti þessa frásögn. En það mun ekki virka. Verið viss um, að ekkert mun hindra mig í að koma með þessa uppljóstrun.“ 

Hindruðu að forseti Bandaríkjanna fengi upplýsingar sem hann á að fá samkvæmt lögum

O’Keefe Media Group, OMG, birti fyrstu uppljóstrunina um CIA á miðvikudaginn: Amjad Fseisi, verkefnisstjóri í aðgerðum á Internet, sagði dulbúnum blaðamanni OMG, að forstjóri CIA héldi upplýsingum frá Trump. Hann sagði einnig, að CIA njósnaði um Trump þegar hann var forseti og njósnar enn um hann í dag. Fseisi sagði:

„Stofnanirnar tóku sig saman og ákváðu að segja ekki Trump…að forstjóri CIA myndi fela (upplýsingar fyrir Trump)…“

Amjad Fseisi bætti við, að Trump væri „rússnesk eign – fjandans rússarnir eiga hann.“

Við fylgjumst með öllu – einnig fyrrverandi eiginkonu Trumps

James O’Keefe greinir frá: Amjad opinberar að leyniþjónustustofnanir hafi ekki aðeins haldið njósnaupplýsingum frá sitjandi forseta Bandaríkjanna og yfirhershöfðingja, þær notuðu einnig FISA til að njósna um Trump forseta og teymi hans og fylgjast enn með Trump forseta að sögn Amjad sem segir:

„Við fylgjumst með öllu. Við höfum líka fólk sem fylgist með fyrrverandi eiginkonu hans. Við stelum upplýsingum og hökkum önnur lönd eins og ekkert sé.“

Amjad segist starfa hjá sendiráðsmiðstöð CIA í Kína og upplýsir, hvernig leyniþjónustustofnanir fá upplýsingar. Hann lýsir einnig upplýsingakerfi sem ekki virkar, þar sem „Við deilum ekki upplýsingum milli stofnana“ vegna þess að CIA er „mjög tregt“ til að deila upplýsingum með hinni „kærulausu“ þjóðaröryggisstofnun NSA.

Uppljóstranir O’Keefe Media Group styðja fyrri fréttir rannsóknarblaðamannanna Michael Shellenberger, Matt Taibbi og Alex Gutentag. Þeir afhjúpuðu hvernig bandaríska leyniþjónustan hélt uppi ólöglegum njósnum gegn þáverandi forsetaframbjóðanda Trump árið 2016. Þær ólöglegu njósnir voru síðar notaðar til að réttlæta opinbera rannsókn alríkislögreglunnar (@FBI) „Crossfire Hurricane“ sem leiddi til rannsóknar sérstaks lögfræðings Roberts Mueller sem á endanum fann engar vísbendingar um samráð Rússland og kosningaherferðar Donald Trump 2016.

„Maðurinn lítur út eins og ég“

Verktakar eins og Fseisi hafa skyldu til að halda trúnaðar- og upplýsingum um öryggi þjóðarinnar leyndum. Með því að neita þessum yfirlýsingum sínum gæti Fseisi hafa áttað sig á því, að hann gæti hafa brotið trúnaðarákvæði stofnunarinnar og sambandslögum um siðareglur. Þar að auki brýtur sérhver ríkisstarfsmaður eða yfirmaður stofnunar, sem heldur upplýsingum leyndum frá yfirmanni (þ.e. Trump forseta), lög sem banna að komið sé í veg fyrir mikilvægar upplýsingar með blekkingum (18 USC 1512); eða samsæri (18 USC 371); eða gefa rangar yfirlýsingar (18 USC 1001).

Þegar James O’Keefe náði í Amjad Fseisi á götum Washington, D.C. gat Fseisi ekki sagt O’Keefe hvort hann hefði aðgang að leyndarmálum, neitaði að hafa gefið yfirlýsingar sem náðust á myndavél og vildi ekki einu sinni staðfesta að það væri hann sem væri á myndbandinu, heldur sagði aðeins:

„Þetta lítur út eins og það sé ég.“

Þegar hann var spurður beint hvort hann vinni hjá CIA sagði Fseisi:

„Ég get ekki sagt þér það.“

Heyra má viðtalið á X hér að neðan:

Var rekinn eftir uppljóstranir O’Keefe

Talsmaður CIA sendi frá sér yfirlýsingu eftir þessa uppljóstrun James O’Keefe:

„Þessar fullyrðingar um CIA eru algerlega rangar og fáránlegar. CIA er alfarið ópólitísk stofnun sem veitir leyniþjónustu til valdhafa meðal annars forseta Bandaríkjanna óháð því hver gegnir embættinu. Stofnun okkar leggur áherslu á leyniþjónustu erlendis og við fylgjumst ekki með fyrrverandi forseta. Einstaklingurinn sem kemur með þessar ásakanir er fyrrverandi verktaki og er enginn fulltrúi fyrir CIA“.

Í myndbandinu sem tekið var í síðustu viku veifar embættismaður CIA grænu merki leyniþjónustunnar. Grænu merkin eru sérstaklega fyrir þá sem stofnunin semur við sem verktaka. Kash Patel, fyrrverandi aðstoðarforstjóri National Intelligence, segir:

„Einstaklingur sem hefur grænt merki verktaka er einungis heimilt löglega á meðan viðkomandi starfar sem verktaki leyniþjónustunnar. Við uppsögn eru skilríkjunum skilað til heimaskrifstofunnar þar sem þeim er eitt þegar í stað.“

Þingmaðurinn Matt Gaetz hvatti vopnavaldsnefndina til að hefja rannsókn á sprengjuskýrslu O’Keefe Media Group.

 

Skildu eftir skilaboð